Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 132
124
BÚNAÐ AR.RIT
í Strandasýslu jókst garðrækt heldur þetta ár. Rófur spruttu
með bezta móti.
MÍBjafnlega gekk matjurtaræktin í Eyjafirði; í meðallagi sum-
staðar, en skemdir urðu um haustið á nokkrum stöðum vegna
frosta. Svipað og ekki betra er að segja úr Suður-ÞingeyjarBjalu.
Þar austur undan og í Múlasýslum, einkum í norðursýslunni er
lítið látið af matjurtaræktinni. Kartöflur urðu víða eftir i görð-
unum um haustið. í suðurhluta Suður-Múlasýslu spruttu gul-
rófur í meðallagi, kartöflur miður. En á AusturJandi var meira
fengist við matjurtarækt en undanfarin ár.
í Mýrdalnum var garðræktin aukin að töluverðum mun. Upp-
skera varð þar ágæt, þó sett væri með síðasta móti. Sumir
bændur fengu 30 tunnur af kartöflum og jafnvel voru þeir til
sem fengu 40 tunnur.
I Rangárvallasýslu varð uppskeran í góðu meðallagi. Margir
juku við garða sína um vorið og fengu þvi mun meiri uppskeru
en venjuloga að undanförnu. A einstöku bæjum frusu kartöfl-
urnar úti í görðunum um haustið. Kartöflusýki gerði vart við
sig í austurhluta sýslunnar.
í Vestmannaeyjum gerði kartöflusýkin alment mikið tjón.
í Arnessýslu var ekki sett 5 garða fyr en fyrri hluta júní-
mánaðar. Uppskera varð þar nálega í meðallagi, en nærri lá,
að naumt yrði með að ná upp úr görðunum eins og víðast
annarstaðar.
Fénaðarhöld.
Á Suðurlandi var taða frá sumrinu 1916 hrakin; reyndust þvi
kýr illa, Fóðurbætir í afarháu verði. Sauðfjárhöld um vorið góð
um alt Suðurland og lambadauði ekki teljandi. Sama er sagt af
Snæfellsnesi og úr Dölum.
Fjárheimtur um haustið með lakasta móti um alt land, olli
því ótíðin og frestun gangnanna. Veðurfar hamlaði gangnamönn-
um; fjalllendi varð aldrei smalað til fulls.
Fénaður kom óvenju snemma á gjöf um haustið, jólabatinn
því kærkominn.
Kúm létti lítið á fóðri um vorið fyr en um Jónsmessu, og
komust á fulla gjöf um réttir.
1 Borgarfirði og á Snæfellsnesi var Bauðfé alment tekið á gjöf
um veturnætur, eða jafnvel fyr; er slíkt einsdæmi þar.
A Vestfjörðum voru fénaðarhöld lieldur góð. 5. júní Tar sauð-