Búnaðarrit - 01.01.1918, Síða 138
búnaðabbit.
Arsfundur
Búnaðarí'élags íslands verður haldinn í Iðnaðarmanna-
húsinu í Reykjavík föstudaginn 17. maí þ. á,, og byrjar
kl. 5 síðdegis. Þar verður skýrt frá fjárhag félagsins,
framkvæmdum þess og fyrirætlunum, rædd búnaðar-
málefni og bornar upp tillögur, er fundurinn óskar að
búnaðarþingið taki til greina.
Reykjavík 18. febrúar 1918.
Eggert Briem
frá Viðey.
Mjólkurskólinn á Hvítárvöllum.
Kensluskeiðið næsta, 1918—1919, stendur yfir frá
15. okt. til 14. maí, ef ástæður leyfa. Námsmeyjar fá
meðal annars nokkra tilsögn í heilsufræði og um efna-
samsetningu og gildi matvæla, einnig nokkra verklega
æfingu í að búa til algengan mat. Umsóknir sé sendar
kennaranum H. J. Grönfeldt, og þarf þeim að fylgja
læknisvottorð um heilsufar. Gefur hann upplýsingar um
fæðiskostnað námsmeyja og ferðastyrk.
Námsskeið tyrii* eítii*litsmenn
nautgriparæktarféiaga verður haldið í Reykjavík 1. nóv.
til 15. des. 1918. Meðal annars verður þar veitt tilsögn
í að gera berklaveikisrannsóknir á kúm og að bólusetja
sauðfé við bráðapest. Nemendur fá 40 kr. námsstyrk, og
þeir sem nokkuð langt eru að, fá ferðastyrk að auki, ef
þeir eru ráðnir eftirlitsmenn hjá nautgriparæktarfólagi í
simráði við Búnaðarfélag íslands. Umsóknir só sendar
Búnaðarfélagi íslands.
tcir, sem œtla að biðja mig að útvega sér hrúta til kynbóta
aæst* hausti, geri mér aðvart um það fyrir 1. mai nœstkomándi.
Jón 11. Porbergsson, Bessastöðum.