Búnaðarrit - 01.12.1916, Page 11
BÚNaÐARRIT
265
vatnsskort leggur það af. Verður þess vandlega að gæta,.
að það komi ekki fyrir. Sé illmögulegt að ná í vatn,
verður að bera hjarnhnausa inn í húsin til fjárins, því
að oftast er hægt að ná í hjarn. Það ætti hverjum manni
að vera ljóst, að það er ekkert vit í öðru en að vatna
fé daglega eða láta það fá svölun, og á þá helzt að gera
það þegar féð er að enda við að éta hverja gjöf. Sumir
ætlast til þess, að féð geti svalað sér með því að vera
úti um stund milli gjafa og éta snjó. En það er alls ekki
fullnægjandi; og sé ekki beitt, en fénu ætlaður bara snjór
með heyjunum, verður að bera hann inn til þess líka.
Væri þá ágætt að hafa steinsteyptar þrær fremst í görð-
um fyrir snjóinn, svo að vatnið, sem bráðnaði úr snjón-
um, bleytti ekki húsin. Engan snjó þyrfti að hafa í görð-
unum á meðan fénu er gefið, svo að eftir sem áður
mætti gefa í allan garðann.
Eitt af því, sem stuðlað hefir að því, að féð megrað-
ist á Suðurlandi, er það, að margir láta féð liggja við
opin hús, og það þótt féð hafi ekkert teljandi á jörð og
illveður gangi. Þegar svo stendur á, er féð að hröklast
út og inn síblautt, og svo verða húsin þá vanalega líka
blaut. Þetta er fénu mjög ónotalegt, og er eg viss um,
að fé leggur oft af bara fyrir þessa slæmu húsvist, og
eyðir þó meira fóðri. Það er auðvitað hent.ugt, að hafa
opið fyrir fé fram eftir vetri, þegar góð er tíð og fénu
er lítið og ekkert gefið, en þegar líður á vetur, og farið
er að gefa fénu mikið með beitinni, er bezt að láta það
liggja inni á nóttum. Ekki er það hentugt, að hafa annan
tímann opið fyrir fénu, en hinn tímann lokað, heldur er
það bezt, þegar farið er að byrgja féð inni, að halda því
þá við, þar til líður að þeim tíma, að fé fer að liggja úti.
Sumir telja að það sé betra, að láta húsin ávalt vera opin,
af því að féð vilji heldur vera úti. En það er mér óhætt
að fullyrða, að fé er oft úti — þegar það liggur við opið,.
en litið er um jörð — bara til þess að það þarf meira
að éta og leggur meira af. Þá má nærri geta, að miklu