Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.12.1916, Page 21

Búnaðarrit - 01.12.1916, Page 21
BÚNAÐARRIT 275 þraut, fór eg að gefa töðu með útheyjunum. Gaf eg ánum þar til 5 vikur af sumri. Um sumarmál fór að bera á sótt í þeim. Bar aðallega á því í þeim ám, sem hröktust í vonda veðrinu um haustið, euda sá eg að það féð var linara um veturinn. Eg misti um vorið 25 ær af 260 og 80 lömb. Gemlingar gengu í eyjum fram í 3. viku góu. Lifðu þeir allir við góða framíör, og 6 lambhrútar gengu af hjá mér í eyjum um veturinn og þyngd- ust frá veturnóttum til 18. maí um 3—10 kg.u Þetta sýnir, hversu slæmt það er, þegar fé leggur af að haustinu og t.apar kvið. Hallgrímur Níelsson á Grímsstöðum: „Egmisti ekkert af fullorðnu þetta vor; gaf iíka ofui'lítið af fornri góðri töðu með og svo iýsi. Þó varð eg var við máttleysi í nokkrum ám, sem mér virtust þó hafa töluverð hold, og það vor átti eg ær, sem ekkert kom undir, en voru þó að finna í dágóðum holdum. Eg misti að eins 30 lömb undan 180 ám, og tók svartbakurinn 5 af þeim. Hefir það aldrei komið fyrir hjá mér, hvorki fyr né síðar“. Guðbrandur Sigurðsson á Hrafnkelsstöðum í Hraun- lireppi: „Eg tók féð í bylnum 18.—21. nóv. um haustið, siepti því svo á sumarmálum. En á mánudaginn fyrstan í sumri gerði versta byl; smalaði eg þá og hýsti í l/t mánuð og slepti svo til fulls. Heyin voru mjög slrom hjá mér, og fóðraðist féð illa. 1 3. viku góu veiktist helmingurinu af gemlingunum af sótt. Breytti eg þá til með hey og gaf þeim fornt hey grænt og gott. Eór þeim þá að batna sóttin, og batnaði ölium nema tveimur, sem drógust upp og drápust. Yiku af einmánuði fór eg að verða var við roáttleysi og óeðlilega fylli í nokkrum ám, og gengu þær með lopa neðan á kjálkunum. Um sumarmál fóru svo þessar ær að fá sótt, og eftir að eg hafði slept, drápust 15 ær. Alls hafði eg 200 ær á fóðri. Nokkrar ær átti eg, sem mér virtust vera í all- góðu standi, en bjuggust þó sama og ekkert til. Þær voru lika með lopa. Þær ær, sem drápust, voru mjög íullar innan af vatni. Eg misti 80 lömb um vorið. Held eg það hafi mikið stafað af bleytunum, því að mýrarnar flóðu allar í vatni“. Hér finst það áþreifanlega, hversu heyin hafa verið slæm, og að ormar hafa verið í fénu. Margir bændur hafa sagt mér frá þessu sama, sem hér er minst á, að 18*

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.