Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.12.1916, Side 27

Búnaðarrit - 01.12.1916, Side 27
BÚNAÐARRIT 281 Bréf Magiiúsar Einarssouar, dags. 21. jan. 1916. Meb bréfi dags. 7. ágúst síðastl. hefir háttvirt stjórn Búnaðarfélags íslands mælst til þess, að eg gæfi henni ítarlegt álit mitt um þau vandkvæði, er á því eru, sakir sýkingarhættu, að flytja inn kynbótapening til takmarkaðrar kynblöndunar. Eins og hinni háttvirtu búnaðarfélagsstjórn er kunnugt, hefi eg áður ritað félaginu bréf um þetta efni, og er bréf það prentað í 6. árg. „Freys“, og enn fremur hefi eg síðar skrifað í „Lögréttu" grein um sama efni, og get eg að nokkru vísað til þessa. Það er álit mitt, að af innflutningi erlends bú- penings geti stafað tvennskonar sjúkdómshættur. Önnur er sú, sem menn venjulega líta mest á, að til lands- ins berist, erlendir dýrasjúkdómar, sem áður eru hér óþektir, og dreifist hér út. Hin er fólgin í því, að inn- lendir sjúkdómar, sem af sníkjuverum stafa, fái við innflutninginn aukin þróunarskilyrði, og verði við það skæðari eða illkynjaðri yfir höfuð. Af erlendum næmum sjúkdómum stafar að sjálf- sögðu mest hætta af þeim, sem eru langvinnir, leynast lengi og eru hægfara að minsta kosti í byrjun, svo sem lifrarflyðrusýki í sauðfé, berklaveiki í öllum grip- um, sníf í hestum og ýmsir fleiri sjúkdómar, sem menn þekkja nú, auk þeirra, sem til kunna að vera og verða, og menn þekkja nú annaðhvort mjög lítið eða ekkert. Enginn efi er á því, að altaf eru að koma upp nýir og nýir sníkjuvera-sjúkdómar á þann hátt, að smádýr og plöntur, sem áður hafa ekki valdið veikindum, finna fyrir tilviljun hentug lífsskilyrði í skepnum eða á, og við veru sína þar þroskast smátt og smátt að hæfi- leikum til að notfæra sér efnin í likama þeirra sér til viðurværis, en missa þá oft um leið þá eiginleika, sem áður voru þeim nauðsynlegir til að draga fram lífið við hin fyrri, lakari lífskjör sín; þannig þykir víst, að allir

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.