Búnaðarrit - 01.12.1916, Blaðsíða 31
BÚNAÐARRIT
285
fyrir áveitu og flóðgörðum á nokkrum bæjum. Að því
búnu fór eg austur í Árness og Rangárvalla sýslur til
þess að líta eftir ýmsum verkum, er menn höfðu þar á
prjónum, o. s. frv. Kom heim úr þeirri för 24. okt.
Auk þessara ferða, er hér hafa verið nefndar, hefi
eg farið styttri ferðir, suður að Yífilsstöðum og upp i
Mosfellssveit. Samtals hefi eg verið 157 daga að heiman
á ferðalagi.
Mælingav til áveitu o. fl. hefi eg gert allvíða þetta
ár. — Eins og áður er getið, mældi eg fyrir áveitu úr
Héraðsvötmlnum á Vallhólminn, og sá um eða sagði
fyrir um skurðargerðina. Kostnaðurinn við verkið tiltölu-
lega lítill. Gert er ráð fyrir, að 7—8 búendur þar í Hólm-
inum geti notið áveitunnar.
Á Rjaltdbaklca í Húnavatnssýslu mældi eg fyrir
áveitu úr Laxá á Hjaltastaðaflóa. Það er erfitt verk og
kostnaðarsamt að gera þá áveitu, þó aðfærsluskurðinn
þurfi ekki mjög langan. En það þarf að fara með hann
gegnum klöpp, og hleypir það kostnaðinum fram. Kost-
naðurinn við verkið áætlaður um 2000 kr.
Þá mældi eg fyrir áveitu í Sauðanesi á Ásum úr
Laxárvatni. Það er einnig mjög erfitt verk og kostnaðar-
samt. Aðfærsluskurðurinn þarf að vera á nokkuð löngum
kafla 3—4 metrar á dýpt. Kostnaðurinn á að gizka
nálægt 2000 kr.
í Hallgeirsey í A.-Landeyjum mældi eg og sagði
fyrir um fyrirhleðslu til varnar skemdum af Hallgeirseyjar-
fljóti. Því verki lokið og heppnaðist. vel. — Einnig at-
hugaði eg um fyrirhleðslur til varnar vatnságangi í
Þykkvabænum og tók út fyrirhleðsluna á Dufþekju-
bökkum.
Auk þessa hefi eg mælt og leiðbeint með áveitu og
flóðgarða í Geldingaholti, Stóru-Seylu, Reykjavöllum og
fleiri bæjum í Skagaflrði; Ási, Stóradal og Brandsstöðum
í Ilúnavatnssýslu; Lundum, Steinum, Beigalda og Ferju-