Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Page 5
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
5
sem Islandi hlýtur að stafa af of miklum tengslum við
slíkt risaríki.
Staða stúdenta í þjóðfélaginu verður ekki hátt metiií,
meðan þeir hliðra sér hjá að ræða erfiðasta vandamálið,
sem þjóðin hefur orðið að takast á við um iangan aldur.
Enginn efast um, að ólýðræðislegir flokkar séu miklir
bölvaldar og hættulegir hverju lýðríki. En því fer fjarri,
að sú hætta sé meira mál fyrir Island, eins og sakir standa,
en sú hætta, sem er á, að Islendingar tapi meira og minna
sjálfstæði sínu vegna of náinna tengsla við EBE.
Hver verður þá afstaða Islands til þeirra ríkjasam-
steypa, sem innan fárra ára verða alls ráðandi í heimin-
um? Aðalviðskipti okkar hafa fram til þessa verið bæði
til austurs og vesturs, og er það styrkur að geta haft slík
sambönd við þau ríki, sem hentast þykir að verzla við á
hverjum tíma.
Sjónarmið íslendinga hafa verið að leita markaða, þar
sem þeir hafa verið hagkvæmastir, og á þeim grundvelli
hafa þeir ekki bundið sig við ákveðnar blakkir eða við-
skiptaheildir. Óneitanlega er þetta nauðsyn lítilli þjóð, sem
ekki hefur allt of fjölbreytta útflutningsframleiðslu að
bjóða.
Ef ísland bindur sig of nánum böndum við EBE, tekur
að sjálfsögðu fyrir slíka frjálsa markaðsleit og viðskipta-
möguleika við hin fjölmörgu ríki utan bandalagsins. Þá
eru sérstaklega höfð í huga þróunarlöndin, sem hljóta að
bjóða upp á mikla möguleika í þessu efni.
Þegar það er haft í huga, hvílíka stórbreytingu hugsan-
leg innganga Islands í EBE hefur í för með sér, ekki að-
eins viðskiptalega heldur og menningarlega, hljóta að
vakna margar og áleitnar spurningar.
Enginn getur neitað því, að Island er í vanda statt. Senn
dregur að því, að það þarf að ákvarða sig og stöðu sína í
þessum heimi stórblakka, sem líta á smáríki eins og ísland
með augum efnahagsspekinga, sem meta gildi þess eftir
þeim krónufjölda, sem það getur lagt í sjóði sameigin-
legrar Vestur-Evrópu, eða eftir landfræðilegri og um leið
hernaðarlegri staðsetningu og afstöðu til hinna blakkanna.
Allt annað en auðurinn í sjó og á landi og aðstaðan til þess
að nýta þessar auðlindir er einskis vert og léttvægt fundið
á vogarskálum fjármálamanna í Briissel.
Uppbyggingin í nýju blökkinni á að ganga hratt og ótt,
svo að með þvingunum á að leggja hart að hverju ríki að
liggja ekki á ónotuðum verðmætum.
Það er athyglisvert í umræðum um EBE, að afstaða
íslenzkra stjórnmálamanna til málsins er nú með allt öðr-
um blæ en var fyrir ári. Nú liggur það ljósara fyrir, að
aðild að bandalaginu er hættuleg sjálfstæðinu, í hverri
mynd sem hún verður. Rætt er um sérstaka viðskipta- eða
tollasamninga, en það er vitað mál, að vissir aðilar íslenzkir
■telja það allt of skammt gengið og vilja að minnsta kosti
fá aukaaðild; liggur þá beint við að ætla, að hún geti þróazt
upp í fulla aðild á nokkrum árum.
En hver er afstaða almennings, Islendinga hvers og eins,
til þessa stóra vandamáls? Stjórnmálaflokkar þeir, sem
lengst hafa viljað ganga, hafa reynt að dylja málið og
forðast, að það yrði allt of mikið til umræðu hér. Að
þessu leyti er ólíkt að farið og í nágrannalöndunum, t. d. í
Bretlandi, þar sem stöðugt er haldið uppi fræðslu um
bandalagið fyrir almenning, bæði í blöðum og útvarpi.
Utan dagblaðanna heyrist hér fátt annað um málið en það,
sem hið „hlutlausa“ útvarp flytur úr löngum þingræðum
leiðtoga flokkanna, sem eru allt annað en vel fallnar til að
kalla á hlutlaust mat hins almenna hlustanda. Hér
er eins og alltaf áður. Helztu hagsmuna- og sjálfstæð-
ismálin eru lokuð niðrí leyniskúffu, og er aldrei talið
tímabært að ræða þau, fyrr en ráðamenn eru búnir að
skrifa undir pappíra erlendra valdhafa og allt er klappað
og klárt. Svo er talað um snjalla lausn og slungna stjórn-
málamennsku, en að þjóðin sjálf hafi átt beinan þátt í að
móta stefnuna er af og frá. Þjóðaratkvæðagreiðsla má
aldrei heyrast nefnd.
Nú, þegar stúdentar í Háskóla Islands áttu þess kost að
kynna efnahagsbandalagsmálið fyrir þjóðinni, er sama
bremsan sett á. Málið á að vera hið stóra leyndarmál rík-
isstjórnarinnar, og óábyrgir stúdentar megi ekki verða til
þess að blaðra neitt um það eða flíka því á opinberum vett-
vangi. Þeir eiga líka að taka þátt í feluleiknum.
Aðalbaráttan snýst gegn kommúnismanum, og í það á
allur dagurinn að fara. EBE-málið á að pukrast með í næt-
urvinnu, eftirvinnu og í hjáverkum. Næturvinna gefur yf-
irleitt miklu meira í aðra hönd, sjálfsagt líka í þessu.
Íslendingum sem sjálfstæðri þjóð er ekki sýnt tilræði nú
í fyrsta sinn. Ég ætla ekki að rekja neitt af því tagi hér,
en vegna smæðar sinnar hefur þjóðin alltaf átt í vök að
verjast fyrir þeirri skoðun erlendra stjórnmálamanna, að
hér sé ekki gerlegt eða a. m. k. mjög erfitt að halda uppi
sjálfstæðri þjóð með öllu því, sem til þarf. Þessu hafa
innlendir höfðingjar á sumum tímum trúað, svo að þeir
hafa gefið upp réttindi landsins í þeirri trú, að þjóðinni
væri gagn að.
Þjóðin sjálf hefur hins vegar ætíð fundið til skyldunnar
að verja rétt sinn til landsins, þegar að honum hefur verið
reitt, og sá vilji er enn í fullu fjöri hjá meginþorra þessar-
ar þjóðar. Landsmenn hafa aldrei viljað sætta sig við það
sjónarmið, að þeir gætu ekki einir ráðið hér öllu, og þeir
viðurkenna 'heldur aldrei, að neinn hafi rétt til að skipa
málum sínum aðrir en þeir.
Nú segðu hagspekingar, að hér væru bornar fram
úreltar og hjákátlegar kenningar. En deilurnar um EBE
eru meira en staðtölur, sem stjórnmálamennirnir nota til
að skýla sér með. Þeir hampa ekki því, sem lýtur að al-
(Framh. á bls. 22.)