Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Qupperneq 8
8
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
skoðun, að þetta væri sama og að rétta skrattanum litla
fingurinn. Það hefur líka komið á daginn.
Þögn.
Nú mættirðu fara með eina vísu.
Nóg er grjót í Grýtutóft,
mikið býr í steini.
Jón með nefið langt og mjótt,
samt er Guðlaug verri.
— og farðu svo að hætta þessari vitleysu.
Bara eina spurningu enn: Iívaða skoðun hefurðu á
framgöngu stúdenta nú?
Ég er ekki kunnugur félagslífi stúdenta í dag. En and-
staða þeirra í stríðslok gegn yfirgangi Bandaríkjamanna á
Islandi, sem er hin eina erlenda ásælni, sem við höfum við
að stríða, átti miklu fylgi að fagna. Þá höfðu menn nóg
annað að gera en hugsa um það eitt að koma sér í mjúk-
inn hjá yfirvöldunum. Ólafur heitinn Lárusson háskóla-
rektor brýndi fyrir okkur stúdentum í ávarpi á háskóla-
hátíð 1945 að standa gegn allri erlendri ásælni, hvaðan
sem hún kæmi og í hvaða mynd sem hún birtist. Engum
duldist, að þessi orð voru sögð vegna kröfu Bandaríkja-
manna til herstöðva á Islandi til 99 ára. Þá voru stúdentar
svo að segja einhuga gegn þeirri kröfu án tillits til póli-
tískra skoðana. En afstaða meirihluta þeirra nú virðist mér
vera þeim til lítils sóma og í litlu samræmi við fyrri frægð
stúdenta í sjálfstæðisbaráttu íslendinga.
III. tugur.
Ég hafði fyrirfram boðað komu mína til Jóns Böðvars-
sonar, kennara í Kópavogi. Þegar ég gekk inn, heillaði
augað flaska af dýrindis rauðvíni, pakki af dömuvindlum
og skál með alls konar hnossgæti. Eftir að við höfðum
skálað fyrir Félagi róttækra stúdenta, stóð Jón á fætur og
gekk um gólf með ræðumannssvip. Ég sá, að ræðan mundi
þegar svo gott sem fullsköpuð og ekki var um annað að
gera en setjast við nýju ritvélina hans.
-----o----
Tímabilið 1953—1957 var mikið átakaskeið í sögu Félags
róttækra stúdenta. Félagið var að vísu ekki fjölmennt, og
svo mun aldrei hafa verið. Hins vegar voru allir félagar
þess virkir; það var líka mikið, sem á gekk. I kosningunum
1953 missti Vaka meirihluta sinn eftir langt stjórnartíma-
bil, og kom það nokkuð á óvart. En tekið var til óspilltra
málanna þegar í stað, og allir Vökuandstæðingar settust á
rökstóla og mynduðu með sér bandalag, sem kallað var
„Bræðingurinn".
(Ég nota tækifærið, þegar Jón gerir hlé á ræðu sinni,
og reyni að koma sjálfri mér einhvers staðar að í „við-
talinu“.)
Á hvaða grundvelli var Bræðingurinn aðallega mynd-
aður?
Sameiginlegt baráttumál í landsmálum var andstaðan
gegn herstöðvunum; þá sögðust kratar vera á móti þeim.
Á þetta samstarf, þ. e. Bræðinginn, var margsinnis bent,,
þegar verið var að hefja undirbúning að stofnun Alþýðu-
bandalagsins.
Og stefnuskráin ?
Þar setti Bræðingurinn efst raunhæfa og skrumlausa
stefnu í sérhagsmunamálum stúdenta. Að frumkvæði Fé-
lags róttækra stúdenta hófst þá markviss barátta fyrir því,
að stúdentar tækju í sínar hendur rekstur Garðanna á
sumrin. Þetta mætti í upphafi mikilli mótspyrnu Vöku-
manna. Þeir höfðu nefnilega ekki neina trú á því, að stúd-
entar hefðu vit á að reka fyrirtæki! En þetta mál varð
smátt og smátt svo vinsælt, að ekki var gerlegt fyrir þá að
standa gegn því. En Vökumenn voru samt svo smeykir
við, að allt mistækist, að ég var kosinn í hótelstjórn með
öllum níu atkvæðunum!
Þú segir nokkuð. Því nú er svo að skilja, að hótelrekst-
urinn sé þeim einum að þakka.
Já, nú vilja Vökumenn alveg gleyma þessum undirbún-
ingi málsins. En hægt er að sanna hið rétta, nema fundar-
gerðarbækur stúdentaráðs glatist, eins og komið hefur
fyrir.
Ég vil minna á, að það var einnig fyrir frumkvæði
róttækra, að Lánasjóður stúdenta komst á laggirnar.
En hvernig var andrúmsloft innan stúdentaráðs og fram-
koma þess út á við, þegar kosningar í það voru svona
rammpólitískar?
Það var í reynd aldrei eins pólitískt í störfum og það er
nú, eftir að kosningafyrirkomulaginu var breytt. Þá ríkti
raunverulegt frjálsræði í skoðunum, þannig að allir aðilar
höfðu tækifæri til að koma á framfæri skoðunum sínum
og stefnu. I Stúdentablaði höfðu pólitísku félögin ráð yfir
tilteknum blaðsíðufjölda í hverju blaði, og 1. desember var
þess jafnan gætt, þegar tekin voru á dagskrá viðkvæm
mál, að hinir stríðandi aðilar gætu túlkað sínar skoðanir.
T. d. þegar rætt var um hernámsmálið, skrifuðu Sverrir
Kristjánsson og séra Sigurður í Holti aðalgreinarnar í
blaðið. Nú ríkir annar andi.
Alþjóðasambönd stúdenta?