Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Side 12
12
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
friðarást þeirra sömu aðila, sem reynt höfðu með vopna-
valdi að kæfa byltinguna í Sovétríkjunum og urðu allt
þetta tímabil öðru hvoru að beita vopnavaldi til að halda
niðri kúguðum nýlenduþjóðum.
Kórónan á sigurför fasismans var svo hinn svokallaði
Anti-Komintern-sáttmáli, sem Italía, Þýzkaland og Japan
mynduðu með sér árið 1936: allir aðilar skuldbundu sig til
að berjast með öllum tiltækilegum ráðum gegn hinum al-
þjóðlega kommúnisma. 1 nafni þessa göfuga markmiðs
hófu ofangreind lönd heimsstyrjöld fáeinum árum seinna,
og mun ekki þörf að rekja þá sögu nánar.
Andkommúnisminn veikti engu síður innan frá þær
þjóðir, sem urðu að verjast ásókn fasistaríkjanna. Bezta
dæmið um það er Tékkóslóvakía. Strax eftir valdatöku
fasismans í Þýzkalandi var það ljóst, hvílík hætta steðjaði
að Tékkóslóvakíu úr þeirri átt. Borgaraleg stjórnarvöld
landsins settu allt sitt traust á vesturveldin og skeyttu
engu aðvörunum kommúnista, sem sáu það fyrir, að þau
myndu fyrr eða síðar svíkja og réðu því til að leita frekar
styrks af Sovétríkjunum. Það fékkst reyndar framgengt,
að vináttusamningur var gerður við Sovétríkin árið 1936,
en hann varð lítið annað en pappírsplagg. Og svo mikil
var kommúnistahræðsla tékkneskra ráðamanna, að þegar
vesturveldin loks sviku landið í hendur Hitlers árið 1938,
og Sovétríkin ein tjáðu sig reiðubúin að standa við skuld-
bindingar sínar gagnvart Tékkóslóvakíu, var því boði hafn-
að. Tékknesku borgarastéttinni stóð auðvitað stuggur af
fleiru en Sovétríkjunum einum saman: hefði hún vopnað
almenning til andstöðu gegn Þjóðverjum, voru allar líkur
til þess, að það hefði í för með sér róttækari þjóðfélags-
breytingar en hún vildi sætta sig við.
Eftir síðari heimsstyrjöldina hefur andkommúnisminn
leikið sama hlutverk og áður, aðeins í enn ríkari mæli.
Sérstaklega er lærdómsríkt, hvernig honum hefur verið
beitt gegn frelsishreyfingum nýlenduþjóðanna. Nýlendu-
veldin skriðu saman í hið svokallaða Atlantshafsbandalag
í nafni baráttunnar gegn kommúnismanum; meðlimir þess
hafa síðan veitt hver öðrum beinan og óbeinan stuðning
til að viðhalda völdum sínum í nýlendunum; og í hvert
skipti sem komið hefur þar til vopnaviðskipta við innlend-
ar frelsishreyfingar, hefur sú barátta verið háð undir fána
andkommúnismans, alveg án tillit til þess, hversu mikil
voru hin raunverulegu ítök kommúnista í viðkomandi
landi. Afturhaldssamir franskir herforingjar og stjórn-
málamenn réttlættu meira að segja Alsírstríðið með því,
að þeir yrðu að berjast gegn hinum alþjóðlega kommún-
isma (og er þó á allra vitorði, að kommúnistar höfðu
hverfandi lítil áhrif á frelsishreyfinguna þar í landi). Og
svipað er að segja um afturhaldssömustu fulltrúa nýlendu-
stefnunnar í dag — fasistastjórnina í Suður-Afríku, Wel-
ensky í Ródesíu, Portúgala í Angóla og Mósambík, lepp-
stjórnina í Katanga: allir eru þeir að berjast gegn komm-
únismanum. Það er býsna álitlegur félagsskapur, sem
stúdentar hafa valið sér.
Þegar hin gamla nýlendustefna reynist gjaldþrota og
nauðsynlegt verður fyrir imperíalismann að grípa til nýrra
aðferða til að viðhalda ítökum sínum (neokoloníalismi),
fær andkommúnisminn nýtt hlutverk: „neokoloníalisminn"
festir yfirleitt þeim mun betri rætur, sem ráðamenn við-
komandi landa eru móttækilegri fyrir andkommúnískan
áróður. Gott dæmi um þetta eru frönsku nýlendurnar fyrr-
verandi í Afríku, þær þeirra, þar sem stjórnarvöldin hafa
vakið á sér mesta athygli fyrir andkommúnisma og hvers
kyns kúgunarráðstafanir gegn vinstri sinnuðum öflum
innanlands, s. s. Senegal, Fílabeinsströndin og Franska
Kongó; þær eru einnig háðar Frakklandi efnahagslega og
sitja uppi með franskar herstöðvar. Að hinu leytinu er svo
fordæmi Gíneu: þegar landið kaus sjálfstæði frekar en
stjórnarskrá De Gaulles í atkvæðagreiðslunni 1958, ætluðu
Frakkar að koma því á kné með því að slíta á augabragði
öllum efnahagstengslum og kalla heim alla sérfræðinga og
annað starfslið. Landið gat auðvitað ekki staðizt þetta
áfall án hjálpar erlendis frá; sú hjálp kom frá sósíalísku
ríkjunum og engir pólitískir fordómar meinuðu stjórninni
að þiggja hana.
Svipuð er reynsla Suður-Ameríku: það er kunnara en frá
þurfi að segja, hversu oft „róttækir“ borgaralegir stjórn-
málaflokkar hafa komizt þar til valda með loforðum um að
tryggj a raunverulegt sjálfstæði og minnka eitthvað áhrifa-
vald bandaríska imperíalismans. Þessi loforð hafa þeir
svikið jafnskjótt og þeir höfðu hreiðrað um sig í valda-
sessinum — síðustu dæmin um þetta eru Frondizi í Argen-
tínu og Betancourt í Venezúela — og eftir seinni heims-
styrjöldina a. m. k. hefur það ætíð verið andkommúnism-
inn, sem notaður var til að afsaka svikin. Eina landið, þar
sem ekki hefur verið látið sitja við orðin tóm, er Kúba.
Byltingarstjórnin þar gerði sér frá upphafi grein fyrir
hinu rétta eðli andkommúnismans og lét hann ekki aftra
sér frá framkvæmdum.
Fyrstu 10—15 árin eftir styrjöldina var það því fyrst
og fremst frelsishreyfing nýlendu- og hálfnýlenduþjóða,
sem andkommúnisminn beindist gegn. Nú er hins vegar
nýtt atriði komið til sögunnar: hið margumrædda Efna-
hagsbandalag. Mikill meirihluti þátttakendanna í þessu
svonefnda bandalagi, núverandi og væntanlegra, lætur
stjórnast af pólitískum hvötum: ætlunin er að styrkja
sem mest einingu hins „frjálsa heims“ í barátt-
unni við kommúnismann. Það er síður en svo, að ráðamenn
bandalagsins fari nokkuð dult með þetta. En eini aðalinn,
sem beinan hagnað hefur af þessu, er vestur-þýzka einok-
unarauðvaldið; það ætlar sér nú að ná með friðsamlegum
(Framh. á bls. 21.)