Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Page 13
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
13
Magnús Kjartansson ritstjóri:
Kúba og rómanska Ameríka
Bandarísk stjórnarvöld hafa hótað
heimsstyrjöld til þess að fá fjarlægð
,,árásarvopn“ á Kúbu, langdrægar
eldflaugar og sprengj uþotur. Banda-
ríkin hafa náð samningum um þetta
efni og orðið að kaupa samningana
því verði að heita Kúbustjórn grið-
um; meðan þau fyrirheit halda gildi
sínu búa Kúbubúar loksins við nokk-
urt öryggi eftir að hafa búizt við
innrás stórveldisins um tveggja ára
skeið. Áróðursblöð Bandaríkjanna
um heim allan halda því fram að með
þessum samningum hafi risaveldið
unnið frækilegan sigur á dvergrík-
inu, því Kúbustjórn hafi ekki haft
neitt minna í hyggju en að leggja
undir sig meginlandið allt frá Argen-
tínu til Alaska.
Þessi staðhæfing er ekki eins
hlægileg og hún kann að virðast.
Maður þarf ekki að dveljast lengi á
Kúbu til að finna að jafnt almenn-
ingur sem forustumenn búast við
þjóðfélagsbyltingum um gei-valla
rómönsku Ameríku næstu árin. Þeir
benda einnig á að veldi Bandaríkj-
anna hvíli að verulegu leyti á arðráni
auðhringanna í rómönsku Ameríku,
bandarískur iðnaður sé háður auð-
lindum og hráefnum á sunnanverðu
meginlandinu og bandarísk lífskjör
séu keypt því verði að alþýða manna
í rómönsku Ameríku lifi skamnia
sultarævi. Glati Bandaríkjamenn
drottinvaldi sínu í rómönsku Amer-
íku, verða þeir einnig að taka þjóð-
félagsskipan sína til gagngerrar end-
urskoðunar — og þá mun sósíalism-
inn verða þeirra lausn ekki síður en
okkar, segja Kúbumenn. Ef við fáum
að starfa í friði, verður fordæmi okk-
ar 200 milljónum manna í rómönsku
Ameríku ómótstæðilegt fordæmi, og
þá mun sagan sjálf verða bandarísku
þjóðinni lærdómur, sem ekki verður
undan vikizt.
Með griðasamningunum hafa
Bandaríkin heitið að tryggja það að
Kúbumenn fái að starfi í friði um
sinn. Um leið og hernaðarlegar eld-
flaugastöðvar voru brotnar niður,
voru treystar undirstöðurnar að eld-
flaugastöðvum þjóðfélagsbyltingar-
innar. Jafnframt því sem heitið var
að fjarlægja hernaðarlegar sprengju-
þotur, var sprengjuþotum sósíalism-
ans tryggt stóraukið svigrúm.
Enginn skilur átökin um Kúbu
nema hann geri sér ljóst að um gerv-
alla rómönsku Ameríku er sams kon-
ar þjóðfélagsástand og var á eyland-
inu fyrir byltinguna. Ofsi banda-
rískra stjórnarvalda stafar ekki af
því að þau hafa glatað völdum og
auði á Kúbu, þótt sái’t sé, heldur
fyrst og fremst af hinu, að þau ótt-
ast að þær 200 milljónir manna, sem
búa sunnan landamæranna, rísi einn-
ig upp og taki örlögin í sínar hendur.
Bandaríkin ætluðu að kollvarpa
Kúbustjórn til þess að sanna öðrum
Suður-Ameríkumönnum að bylting
væri vonlaus, en valdamenn þeirra
urðu í fyrra að horfa upp á algerar
hrakfarir innrásarhersins; og í ár
(Framh. á bls. 21.)
■ --izzsm
Gagnbyltingarmenn að verki.
Belgíska skipið La Coubre
sprengt í Havana 1960.