Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 18
18
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
GUÐLAUGUR GUÐMUNDSSON, stud. mag.:
Á þessu ári kom út skáldsaga eftir brezka rithöfundinn
Aldous Huxley, sem hann nefnir „Island“. Þetta er dæmi-
gerð cyjasaga, en jafnframt saga um sæluríki, og sýnir
svo ekki verður um villzt, að Englendingar leggja enn rækt
við þessa bókmenntagrein. Og raunar má með sanni segja,
að söguformið hefur lítið breytzt frá því, er Thomas Moore
reit Útópíu sína árið 1516.
Huxley hefur ekki verið vinsæll höfundur hér á landi,
og stafar það að miklu leyti af því, að eina bókin, sem
hefur verið þýdd á íslenzku eftir hann, „Markmið og leið-
ir“, er ekki til þess fallin að vekja áhuga. Aftur á móti
hafa beztu skáldsögur hans, eins og „Point Counter Point“
og „Brave New World“ ekki verið þýddar á íslenzku.
Þessi nýja skáldsaga Huxleys fjallar um sælueyju, sem
hann nefnir hér Pala og á að vera einhvers staðar í Indó-
nesíu. Þetta nafn leiðir reyndar hugann ósjálfrátt að eyj-
unni Bali í Indónesíu. En hvers vegna velur hann eyju í
hitabeltinu? Ég geri ráð fyrir, að hann sé að hugsa um hin
fjölmörgu ríki, sem risið hafa upp í hitabeltislöndum
heimsins.
I skáldsögunni „Brave New World“ (1932) lýsir hann
framtíðarþjóðfélaginu — en á mjög hrollvekjandi hátt. 1
því þjóðfélagi hafa vísindi og tækni tekið völdin, en mað-
urinn sjálfur er leiksoppur hins þrautskipulagða vélheims.
Þar verða börn til í tilraunastofum, og mannfólkið er
flokkað niður, með mjög fullkomnum og vísindalegum
uppeldisaðferðum í alfa-, beta-, delta-, gamma- og epsilon-
fólk. — En í endurskoðaðri útgáfu af „Brave New World“,
sem hann gaf út 1946, ritar hann formála, og þar segir
hann, að skrifi hann síðar skáldsögu um framtíðarríki eða
sæluríki, þá geti hann sýnt fram á, hvernig eigi að leysa
mörg þau vandamál, sem virðast óleysanleg í „Brave new
World“.
Skáldsagan um eyjuna hefst, er aðalpersónan, hinn
enski blaðamaður Will Farnaby, kemur til Pala. Verkefni
hans er að greiða veg olíuhrings, sem vill ná undir sig
ónytjuðum olíulindum Pala. Blaðamaðurinn verður smám
saman svo hrifinn af þessu frábæra þjóðfélagi, að öll við-
horf hans breytast, og hann bregzt húsbændum sínum.
Sögunni lýkur, er stórveldið Rendang, sem stjórnað er af
einræðisherranum Diba, leggur undir sig hið óvopnaða
sæluríki.
Fyrirmyndarþjóðfélag það, sem Huxley lýsir, er í raun-
inni allnýstárlegt á mörgum sviðum. Svo virðist sem hann
hafi safnað saman fjölmörgum vísindalegum og trúarleg-
um tilgátum, og sumar þeirra eru allfurðulegar og jafnvel
afkáralegar.
Á 19. öld fékk þjóðhöfðingi eyjarinnar, Raja, skozkan
lækni til Pala. Og þá hefst breytingin. Frumstæðu ætt-
flokkaþjóðfélagi er gjörbreytt, og fyrirmyndirnar eru bæði
vestrænar og austrænar. Þjóðhöfðingja þenna kalla þeir
Gani]a-Raja (sbr. Okkar-Ford í „Brave New World“), og
hefur hami skrifað bók, sem allir eyjarskeggjar lesa og
nefnist: Athugaseiíidir um hvað er hvað. Þessi samsteypa
vestrænna og austrænna hugmynda varð því undirstaða
hins fullkomna þjóðfélags á Pala. Þar ríkir nokkurs konar
sameignarskipulag. Þeir rækta vel landið sitt og allir hafa
nóg, en til þess að svo megi vera hafa þeir orðið að tak-
marka barneignir. Ibúarnir lifa ekki saman í fjölskyldum
á stærð við okkar, heldur í stærri heildum, og samsvara
þær um það bil 20 fjölskyldum. Þessi skipting minnir dá-
lítið á kínversku kommúnuna, þótt undarlegt megi virðast.
Á Pala getur hvert barn valið milli 20—30 foreldra.
í uppeldismálum er Huxley langróttækastur, og er of
langt mál að útskýra það nákvæmlega. Ein persóna bókar-
innar segir á einum stað: „Til hvers eru drengir og stúlk-
ur?“ Og hann svarar: „I Ameríku: Til þess að auka eftir-
spurn eftir framleiðsluvörum. I Rússlandi: Til þess að
(Framh. á bls. 22.)