Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Síða 20
20
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
r L J Ó Ð B ROT
Þeir segja að ég muni tortímast Græn þokan
Iimir mínir tætast sundur léttum skrefum
líkami minn brenna til ösku og blöðin þögul og dimm
Það má vel vera rétt Þó er skilningur minn mjög takmarkaður Andvarans mýkt eins og silfrið
Þeir tala um tortímingu; í hendinni
tortímingu steins og rótar lófa og klæða Kom þessa nótt
jurta og gangstétta eldurinn kvikur cldurinn snarkandi
Ég get ekki skilið tortímingu sem er himinvíðtæk Nærveran lengi
Hún sprengir sundur höfuð mitt þýð eins og þokan
Trúræknir menn segja að guð sé alls staðar nólægur Niður við eyrun
þó hann sjáist ekki flaksandi hárið
Þannig hef ég fundið nærveru hins skelfilega þó ég sjái það ekki þó ég skilji það ekki og slóðin svo gljúp
Heiðríkja milli skýja Þórir Ragnarsson
Timburhús eitt og eitt stud. philol.
Hugur minn fæst við hina cinfiildustu hluti
v J
SPJALLAÐ VIÐ LÆKNANEMA (Framh. af bls. 14.)
Hver er svo að lokum lífsskoðun þín almennt?
Stærsti þátturinn þar myndi líklega vera forlagatrúin.
Það veitir okkur öryggi og róar okkur, ef við trúum því,
að öll reynsla, sem við göngum í gegnum, sé fyrirfram
ákveðin okkur til þroska og ávinnings. Kynni okkar af
því vonda og einskis nýta eru nauðsynleg til þess að læra
að þekkja og meta hið góða, þegar það birtist okkur. Sumir
læra það of seint, aðrir aldrei. Yfirleitt held ég, að við
séum allt of vanþakklát. Við bara heimtum og heimtum —
eitthvað meira — án þess að gá nokkuð að því, sem við
þegar höfum. Þegar við vöknum, finnst okkur sjálfsagt, að
við eigum föt til að fara í, þegar við erum svöng, finnst
okkur sjálfsagt, að við getum fengið nóg að borða. Þegar
við eignumst börn, finnst okkur líka sjálfsagt, að þau séu
heilbrigð og rétt sköpuð. Þannig mætti lengi telja.
Þess vegna ættum við að beygja okkur í auðmýkt og
þakka forsjóninni fyrir það, að við skulum eiga heilbrigða
líkami og fá að draga andann.
----o-----
Ég hef dúndrandi móral, þegar ég paufast út frá Ey-
þóri, en stundi samt upp: Þökk fyrir teið.
G.G,
Starfsemi Vöku 1948
Hinn 18. febrúar 1948 hélt Landsmálafélagið Vaka
samkomu. Auglýsingin hljóðaði svo:
KVÖLDVAKA
„Vaka“ heldur kvöldvöku í Oddfellow uppi
miðvikudag 18. febr. kl. 8.30.
Til skemmtunar:
1. RÆÐA: Sigurður Bjarnason.
2. SPILAGALDRAR: V. Nordahl sýnir og kennir.
3. KAPPDRYKKJA milli deilda háskólans.
4. KEFLADRÁTTUR milli norðanmanna og sunnan.
5. FRAMSÓKNARVIST.
Stjórnin.
Við bendum sagnfræðingum síðari kynslóða hér
með á þessa auglýsingu til skýringar á ýmsum sér-
kennum íslenzkra stjórnmálamanna um miðbik 20.
A