Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Qupperneq 23

Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Qupperneq 23
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 23 Jón prófcssor Hclgason hefur gefið leyfi til að birt verði í Nýja Stúdentablaðinu kvæði úr bók hans, Tuttugu erlend kvæði og einu betur, sem út kom um daginn. Kvœðið um köttinn Pangúr Ban Einsetumaður hefst við í kofa með bækur sínar og hefur hjá sér kött sem hann nefnir Pangúr Ban. Þetta hefur verið á írlandi, því að kvæði það sem hann yrkir um þenna félagsskap er á írsku (hér er farið eftir enskum þýðingum). Enginn veit hvað skáldið hét né hvenær hann var uppi, en kvæðið er varðveitt á skinnbók sem talin er frá 9du öld, eða jafnvel 8du, og getur þá verið skrifuð um þær mundir sem papar sátu á íslandi. Pangúr Ban þýðir, að sögn gallharðra lærdómsmanna, „hvítur þófari“. GESTUR FRÁ NOREGI (Framh. af bls. 15.) að frumkvæði Stúdentafélagsins, og kosin var 9 manna nefnd til að sjá um allar framkvæmdir og vera ábyrg gagnvart félaginu. 1 nefndinni áttu sæti 4 íhaldsmenn, 4 róttœkir og 1 Afríkumaður. f upphafi ætluðust í- haldsstúdentar til, að þetta yrði nokkurs konar „Anti-festival“. Svo varð þó ekki, því Stúdentafélagið samþykkti, að þetta yrði þing, þar sem öll pólitísk sjónarmið kæmu fram. Tala fulltrúa var 250, 150 þel- dökkir og 100 Skandínavar. Eftir að umræður hófust, kom brátt í ljós, að meiri hluti þingsins vildi gera álykt- anir, sem voru íhaldsmönnum ekki að skapi. Töldu þeir þá, að ráðstefnunni bæri ekki að gera ályktanir! Þær þrettán samþykktir, sem gerðar voru, voru fyrst og fremst tengdar hagsmunum Afríku. Afríkumennirn- ir komu ekki fram sem þær brosandi súkkulaðibrúður, sem boðið hafði verið til að dást að hinu glæsilega velferðarríki Noregi, heldur sem full- þroska pólitískir aðilar með sjálf- stæðar skoðanir á vandamálum Af- ríku. Hið eina „athugaverða“ við skoðanir þeirra var, að þeir fylgdu ekki skoðunum íhaldsins og að þeir réðust á EBE og hlutverk NATO í Afríku. Að lokum langar mig til að mann- ast á eitt atriði, sem ég undraðist mjög yfir í sambandi við hátíðahöld ykkar stúdenta 1. desember. Heima í Noregi kæmi það ekki til greina, að ræða eins og sú, sem lesin var yfir stúdentum 1. des. væri látin viðgang- ast á hátíð sem þessari. AD/SS ,,L J ÖГ Gömul skipti mín ég man mörg við fressið Pangúr Ban, meðan krás í klær hann tók klausur henti ég af bók. Aldrei hef ég ásælzt frægð, yndi mitt er bóka gnægð, annast Pangúr efni sín, öngvan ber hann stugg til mín. Einir þegar allt er hljótt oft við sitjum fram á nótt, iðjum tvennt en æfum samt okkar skarpleilc báðir jafnt. Hann með veggjum hvarflar mest, helzt þar nokkur smuga sést, ég á vísdóms veggi kný, verður misjafnt gagn að þvi. Þegar mús úr fylgsni fer feginn dillar Pangúr sér, fagna ég þá fæ ég skýrt íólgið stef og kvæði dýrt. Okkur þannig unum við, ávallt höldum sátt og frið, annar virðir íþrótt hins, enda báðar sama kyns. Vitið ungu Vökumenn, verkin bíða yðar enn. Alltaf er svo ótalmargt að vinna, allir munið þetta finna: þegar fram á veginn fast er sótt og fórnað æskukröftum dag og nótt. Jóhann Hafstein. Hann að músum hvessir sjón, hugsar fast um þeirra tjón, ég að orðum einatt hygg, yfir fornum blöðum ligg. Eins og Pangúrs elja þrátt eykur honum vit og mátt, þannig lýsist málsemd myrk mér við aukinn lærdómsstyrk.

x

Nýja stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.