Dvöl - 18.11.1934, Blaðsíða 3

Dvöl - 18.11.1934, Blaðsíða 3
nóv. 1934 D V Ö L 3 Á f j ö 1 1 u m II. Kerlingarfj 811. Eftir Jón Eijþórsson Af heiðunum upp af Húnavatns- 8ýslu má í góðu skyggni sjá nokkra hvassydda fjallatinda gnæfa yfir fiungu Kjalar í suðurátt. Eg sá pessa sýn í fyrsta skifti er eg fór í heiðargöngur á Auð- kúluheiði og mér var sagt, að þetta V0eru Kerlingarfjöll. Síðan eru nú 25 ár liðin, en mér er vel í minni, hve æfintýralega fjarlsegir og háir mér sýndust þessir ^ndar. En meira fékk eg ekki séð þeim í þessari ferð sakir dimm- yiðra og moldroks. Nú skil eg það vel, hversvegna Þessi fjallasýn gróf sig inn í barns- ^inni mitt. Það var af því að Kerlingarfjöllin eru ólík öllum öðr fjöllum hér á landi, sem eg afiii þá séð eða hefi síðan séð. Þau bera úr fjarska svip Alpa ijnllanna. Kerlingarfjöllin eru lítill fjalla- ^lasi skammt suður af Hofsjökli. Þau rísa „stórleit og stöku um 1000 01 • yfir víða og eyðilega hásléttu. f*ar er enginn aðdragandi eða und- lrhlíðar. Þau er skorin sundur af Sijúfrum og þröngum dölum í vassa tinda eða þunnar eggjar. nmir kambarnir eru huldir jökli angl niður í hlíðar, sumir tind- arnir eru svartir og gneypir, eins °SLoðmundurinn, og enn aðrir eru eins 0g rauðbleikir pýramidar. í morgunmund og um sólsetur glóa tindarnir í sólroðanum löngu áður og eftir að dökkvir skuggar hjúpa sandauðnina umhverfis. Þetta eru Kerlingarfjöllin úr fjarska. En inn á milli þeirra bíð- ur Loki í hverri gjótu og varla meira en hálfbundinn. Þar eru stór gil og dalverpi rjúkandi af hvera- gufum og jörðin titrar sumstaðar af sjóðandi leirleðju sem byltist í holum og helliskútum eins og brim við kletta. Ef stappað er í jörðina er tómahljóð undir. Bezt er að fara þar varlega. Eg hef aðeins dvalið einn dag í Kerlingarfjöllum og því get eg sagt þaðan stutta ferðasögu Við félagar fjórir saman komum austan frá Nautöldu í glaða sól- skini og góðviðri. Tjölduðum við litla á í grösugum hvammi norðan undir fjöllunum. Daginn eftir fóru tveir beint upp í Hveradali, en eg fór austur að Loðmundi til þess að setja merki við skriðjökulstungu, sem nær þar niður á jafnsléttu. Einn af félögunum, Þórarinn Arn- órsson, fór með til þess að hjálpa mér við mælingarnar. Að þeim loknum gengum við upp jökul- skarðið vestan við Loðmund og upp á Rauðkoll, en hann sést á myndinni hér að framan sem lítill pýramidi við hliðina á Loðmund-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.