Dvöl - 18.11.1934, Blaðsíða 4

Dvöl - 18.11.1934, Blaðsíða 4
4 D v Ö L 18. nóv. 1934 inum, en í raun réttri eru þeir jafn háir eða um 1500’”mr~yflr sjávarmál. Leiðin þarna upp er miklu drýgri heldur en við ímynd- uðum okkur og mjög brött að lok- um: Var sól komin í miðaftanstað þegar við stóðum, eða öllu heldur húktum á tindinum, því hann er svo oddhvass og laus, að varla er hœgt að standa þar uppréttur. En slíkt útsýni þóttumst við aldrei hafa séð áðnr. Allt Suðurland blasti við, austan frá Vatnajökli og vestur á Reykjanes. í vestri sást kollurinn á Eiríksjökli yfir Langjökul. Einkennilegt var að sjá Skjaldbreið í vestri og Trölla- dyngju austur í Ódáðahrauni, svo nákvæmlega steyptar í sama mót að stærð og lögun. A Norðurlandi r sáust greiuilega allir dalir og fjall- garðar milli Skagafjarðar og Mið- fjarðar. T. d. sást Hjallalandshjalli í Vatnsdai vel með berum augum. En skyggni var ekki nógu gott til þess að alveg sæist út á haf i'yrir Norðurlandi. Sunnan undir Rauðkolli sáum við nærri beint niður í austasta hveradalinn. Lágu brattar snjó- fannir frá toppunum og niður í dal- botn. Við slitum okkur loks hálf- nauðugir frá útsýninu, settumst á þann óæðri og renndum okkur á fáum mínútum niður í dalinn, En þar varð okkur líka tafsamt, því margt var að skoða. Þar voru blátærir vatnshverir og bullandi leirgrautur með ýmsum litum. Þar fann eg þursaberg úr hrafn- tinnu, sem eg hafði lofað Magn- úsi Björnssyni að færa Náttúru- gripasafnÍDU, ef það yrði á vegi mínum. En Magnús hafði á mótá heitið mér ýmsum fríðindum, þeg- ar eg kæmi í ríki sitt. Birtu var tekið að bregða þegar við yfírgáfum þennan hveradal. Eftir nokkra göngu komum við að aðalhveragilinu. Þá var sól orðin lágt á lofti og komin forsæla að fjallabaki. Allt í einu sá ég und- arlega sýn. Niður með gilinu gaus upp eldrauður logi. sem kvíslaðist og hnyklaðist á alla vegu, en upp- tök hans sáust eigi, svo þannig leit út sem hann svifi í lausu lofti. Við nánari athugun sá ég hvers kyns var. Þarna var gufuhver, ! sem þeytti gufumekki hátt upp í loftið. Neðri hluti gufustróksins var kominn í forsæluna, en geisl- ar kvöldsólarinnar glæstu efri hlut- ann gullrauðu skini. Sólin var að setjast. Tindar Kerlingarfjalla glóðu í aftanbjarma en djúpir skuggar fylltu gljúfur- dalina. Yfir Kili lá dökkfjólublár djúpur rökkurhjúpur, en bungur Langjökuls og Hofsjökuls sindruðu síðustu geislum kveldsólarinnar. Sterkir litir og ósviknir — en ótrúlegir. Það var liðið að miðnætti þeg- ar við Þórarinn náðum í tjaldstað. — Þá vorum við Bvangir. Ur Hvítárnesi, þar sem hús Ferðafélagsins stendur, er torfæru- laus leið um stórt svæði af mið

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.