Dvöl - 18.11.1934, Blaðsíða 6

Dvöl - 18.11.1934, Blaðsíða 6
G D V Ö L 18. nóv. 1934 kubbur út úr arninum, féll með braki og brestum fram af járn- grindunum og valt inn eftir tepp- inu. Gamla konan æpti upp og stökk óttaslegin á fætur, en vinur lienn- ar fiýtti sér að sparka í skíðið, svo að það hentist til baka inn í ar- ininn. Sterk sviðalykt gaus upp í her- berginu, en teppið var óskemmt eftir. Gamli maðurinn settist and- spænis vinkonu sinni, leit brosandi á hana : um :;leið;'og hann^benti á logandi jskíðið: „Þetta varð orsök- in til þess, að eg kvæntist ekki“. Hún leit undrandi á hann eins og konur einar geta gert, og spurði forvitnislega: „Hvernig atvikaðist þaðu ? „Það er saga að segja frá þvíu, svaraði hann, „og hún er satt að segja langt frá því að vera hugð- næm. Kunningjar mínir hafa oft látið í ljós undrun sína yflr þeim kala, sem kom á milli mín og bezta vinar míns, sem Julien hét, og að því er virtist að ástæðulausu. Þeim var óskiljanlegt, hvernig á því gat staðið, að við, gamlir og góðir vinir, tókurn allt í einu upp á því að umgangast hver annan eins og við hefðum aldrei þekkst. En nú ætla ég að trúa yður fyrú, hvernig á því stóð. Við höfðum búið saman um langt skeið og vorum svo samrýmdir, að okkur kom ekki til hugar, að vinátta okkar gæti nokkurntíma kólnað, á hverju sem gengi. Kvöld eitt kom vinur minn heim og sagði mér þau tíðíndi, að hann væri trú- lofaður, og mundi fljótlega ganga í hjónaband. Þetta kom yfir mig eins og þruma úr heiðskýru lofti og mér fannst hann beinlínis hafa svikið mig í tryggðum. Þegar vinur manns kvongast, er úti um vináttuna, úti um vinátt- nna fyrir fullt og allt. Hinjafbrýð- issama, flöktandi, ástríðufulla ást konunnar, þolir ekki hina rólegu, haldgóðu vináttu, sem oft er á milli karlmanna. Hvernig svo sem ástinni er far- ið, sem tengir mann og konu, þá eru sálir þeirra alltaf framandi hvort fyrir öðru. Þau eiga í sí- felldum ófriði, enda eru þau af tveim ólíkum kynjum. Ávalt verð- ur annað sigurvegarinn, hitt hinn sigraði, annað herrann, hitt þjónn- inn, aldrei standa þau jafnfætis. Þau takast í hendur, titrandi af funa og þrá, en þekkja ekki þá andlegu, rótgrónu vináttu, sem er örugg, jafnvel í brimgarðinum. Vitringarnir vissu, hvað þeir gerðu, þegar þeir ; höfnuðu hjúskap og bundust vináttuböndum, sem að- eins getur átt sér stað milli karl- manna. í stuttu rnáli: Julien vinur minn kvæntist. Konan hans var ljóm andi falleg, alveg töfrandi, Ijós- hærð og brosmild, fínbyggð og mjúkvaxin og virtist tilbiðja mann sinn. í fyrstu heimsótti eg þau sjaid-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.