Dvöl - 18.11.1934, Blaðsíða 12

Dvöl - 18.11.1934, Blaðsíða 12
12 D V Ö L 18. nóv. 1934 mikil óþægindi, sem ekki voru al- veg óhjákvæmileg. Hvað tókuð þér mikið út á ávísunina? — — Hja—a — sjáið þér nú til. það var í rauninni ætlun mín ai3 Að hvað? — Jú, þér megið ekki misskilja mig. Að öllum kringumstæðum at- huguðum, einkum með tilliti til þess að við vorum nokkuð margir, og a .... Hvern déskotann er hann nú að bulla! Verið ekki að snúa yður undan góðurinn minn. Segið mér nú hreinskilnislega eins og er. Þér hafið víst enga' peninga tekiö út, eða hvað? — Sko, bankamaðurinn sagði Bankamaóurinn! Hvað varð- ar mig um hann. Þér hafið þó víst haft einhverja meiningu sjálfur. Eða þó ekki hafi beinlínis verið meining, þá að minnsta kosti eitt- hvað sem .... — Nú skal ég segja yður nokk- uð. Sannleikurinn er blátt áfram sá, að ég hafði ekki ávísunina meó mér. — Ekki ávísunina? —- — Ekki ávísunina. — Hættið nú að éta svona eftir mér eins ög fífl. Hvar er hún þá?- Á símstöðinni. — Hvern þremilinn átti ávísun- in að gera á símstöðina? — — Nú, ég hafði gleymt henni þar. Getið þér ekki einu sinni skil- ið þáðl — Eg hefi haft margskonar leiðsögumenn um dagana. En það veit trú mín, að af öllum, sem ég hefi enn augum litið eruð þér .... — Já, en ég hefi gert það sem ég hefi getað. — Nú, það er nú loksins alveg rétt hjá yður, vesalingurinn, og í rauninni er það ómynd af mér að úthúða yður svona, sem hafið þræi- að til skemmda okkar vegna, með- an við sátum aðgerðalausir og bölv- uðum yður í stað þess að viður- kenna ærlega vitleitni yðar. Og væntanlega lagast þetta nú allt saman. Okkur gerir heldur ekki mikið til þó við förum ekki fyr en með morgunlestinni, kl. hálf átta. Farmiðarnir hafið þér keypt þá? — Já, það ætla ég að láta vera — og það meira að segja ódýra annars flokks. Það var viturlega gert. Nú ferðast allir orðið á annars flokks vögnum, og svo getum við þá í eitt skipti sparað dálítið þessi óhóflegu útgjöld. Hvað kostuðu þeir? Tuttugu og tvo dali stykkið heildferðarseðlar til Bayeruth.— Hvað segið þér nú? Ég vissi ekki betur en heildferðarseðlar fengjust að eins í París og London. — Má vel vera, að aðrir dauð- legir menn geti ekki fengið þá annarsstaðar. En — eins og sýnir sig er ég nú einn af þeim sem hefir tekist það. — — Mér virðist þetta annars tals- vert hátt verð. —

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.