Dvöl - 18.11.1934, Blaðsíða 15

Dvöl - 18.11.1934, Blaðsíða 15
'8. nóv. 1934 D V Ö L 15 — Hundrað og fjörutíu franka. — Tuttugu og átta dali! Það er áreiðanlega ennþá eitthvað hár- ugt við þetta koffortamál. Því næst mætti ég öðrum þjóni. frann segir: —1 Herrann ekki soíið vel. Er svo fölur. Þarf kannskeaðfáfylgd- armann? Ef svo er, kom hér einn * gærkvöld, duglegur, heitir Ludi. 'h'áðinn næstu daga. Við mælum 'neð honum; sama sem Hotel Beau Rivage mælir með honum. — Eg hafnaði þessu boði með þjósti. Enn var ég ekki búinn að missa kjarkinn gersamlega. Mér var ekki keldur um það gefið að útlit mitt, þo ljótt væri, skyldi vera lagt út á þennan veg. Á slaginu kl. níu kom ég á lögreglustöðina, í þeirri fánýtu von, að lögreglustjórinn kynni að koma of snemma. Þaö varð ekki. Þar var ákaflega leiðin- 'egt að dvelja. 1 hvert einasta skipti, sem ég lagði á rás til þess að snerta við einhverju, athuga eitthvað, ■ gera eitthvað eða láta eitthvað ógert, kom þessi óþjáli 'ógregluþjónn og sagði að það væri bannað. Mér hugkvæmdist loks að fftra að tala frönsku við hann. En hann gekkst ekki upp við það heldur. Þvert á móti. Það virtist "leira að segja espa hann sérlega "likið, að heyra sitt eigið móður- tnál. Loksins kom lögreglustjórinn, og h^r með var raununum aflétt. ^ann setur nú rétt —- sem alltaf þarf að vera, þegar um verðmæt- ar eignir útlendinga er að ræða — með réttarvitni í bak og fyrir, en djákni les bæn. Að því búnu er umslag mitt borið inn í réttar- salinn og opnað og þá kemur í ljós, að í því er ekkert annað en ljós- myndir, sem líka var í raun og veru alveg eðlilegt, því nú mundi ég svo greinilega að ég hafði tekið ávísunina úr því, til þess að koma ljósmyndunum þar fyrir. Og að þetta væri rétt og satt gat ég sann- að fyrir öllum þingheimi, svo ótví- því að draga ávísunina upp úr hinum vasanum, sem hún hafði rætt sem mest mátti verða, með legið í alla stund síðan. Réttar- þjónarnir litu nú hver á annan, svona eins og hálf efablandnir, liggur mér við að segja, þar næst á mig og svo hver á annan aftur. Því næst var mér leyft að fara. Eitthvað höfðu þeir orð á því, að það væri hættulegt fyrir mig að vera mikið á ferli eftirlitslaus, og svo vildu þeir vita í hvaða stöðu ég væri. Fylgdarmaður, svaraði ég. Þá hófu þeir augu sín til him- ins í hátíðlegri alvöru og sögðu ein- um munni Drottinn minn dýri! Því næst þakkaði ég þeim með nokkrum vel völd- um orðum góða meiningu í minn garð, og hraðaði mér svo af stað í bankann. En þetta eitt út af fyrir sig, að ég hafði svona hátíðlega tjáð mig og tilkynnt sem fylgdarmann, var nóg til þess, að reglusemidnar illi andi hljóp í mig: Eitt verk í einu,

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.