Dvöl - 18.11.1934, Blaðsíða 14

Dvöl - 18.11.1934, Blaðsíða 14
u D V Ö t. 18. nóv. 1934 Jeg setti upp mitt allra hýrasta bros um leið og ég afgreiddi þessa játningu. En, nei ------loftslagið var of kalt til þess að slíkt útsæði gæti þrifist. Pessir herrar gátu víst ekki fundið neitt skemmtilegt við það, að halda til í svartholinu þrjár, fjórar klukkustundir. Ekki svo að skilja að ég finndi það held- ur. Eg varð nú að punga út með skýra og afdráttarlausa greinar- gerð. Eftir það fór honum tiltölu- lega fljótt að skiljast, að ekki kæmi til mála að fara með morgunlest- inni, alls við ekki gátum vitað af ávísuninni hýrast einmana og yfir- gefna í svartholinu. Pað leit nú út fyrir að við mund- um ganga til svefns að þessu sinni fullir angri og óánægju. En sem betur fór sluppum við hjá þeirri ógæfu. Einhvernveginn atvikaðist það svo, að talið barst að koffort- unum, og þá gat ég til allrar ham- ingju sagt og sannað, að ég hefði ekki verið aðgerðarlaus. Hamingjunni sé lof! Svo þér eruð þá allra nýtasti maður. Þév hafið hugsað og stritað fyrir okk- ur eins og þér framast gátuð. Það er sannarlega illa gert af okkur og ómaklegt að úthúða yður svona. En nú skuluð þér ekki heldur heyra eitt ávítunarorð framar. Þér hafið vissulega unnið vel ágætlega. Eg- sár sé eftir að ée var svona hranalegur áðan. - Það lá við að þessi orð kæmu ver við mig en allt, sem á undan var gengið, því ég var enganveginn svo öruggur í þessu koffortamáli, sem æskilegt hefði verið. Einhver innri rödd hvíslaði að mér, að einmitt í þessu atriði væri einhver mis- brestur. En bæði var það, að ég gat ekki almennilega áttað mig á þessu í svipinn, og svo var nú orðið æði framorðið, líklega bezt að láta þetta eiga sig að svo stöddu. Eins og við mátti búast kom upp kurr í liðinu morguninn eftir, þegar hinir félagarnir skildu til fulls að við gátum ekki komist með morgunlestinni. Eg hlustaði nú samt bara á forspilið fyrir hljóm- leiknum og hraðaði mér svo út til þess að ná sem fljótast í ávís- unina margnefndu. Mér virtist nú einkar hentugt tækifæri til þess að komast eitt- hvað nær botninum í þessu við- kvæma koffortamáli, og jafnvel að laga það eitthvað um leið ef með þyrfti og sjálfsag't var þörf á því. Of seint! Dyravörðurinn fræddi mig um það, að kvöldið áð- ur hefði alt hafurtaskið verið sent með lest til Ziirich. Hvernig það gæti átt sér stað án þess að sýna farmiða ef mér leyfðist að spyrja? Þarf ekki í Sviss. Ekki annað en borga flutningsgjaldið, þá get- ið þér sent farangur hvert sem vera skal. Hér fá menn ekki að hafa annað en handtöskur í fari sínu. Þannig lagað. Hvað greidduð þér mikið flutningsgjald? —

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.