Dvöl - 18.11.1934, Blaðsíða 10

Dvöl - 18.11.1934, Blaðsíða 10
10 D V Ö L 18. nóv. 1934 aði yður, hvað munduð þér þá gerau? Og áður en eg hafði áttað mig, var hún búin að vefja hand- leggjunum um hálsinn á mér og þrýsta brer.nheitum kossi á varir mínar. Ég fullvissa yður um, að mér var þetta hreint ekki geðfelt. Átti eg að verða til þess að svíkja Julien? Átti eg að verða elskhugi þessarar spilltu, kænu, ástríðufullu konu, sem í byrjun hjónabandsins lét sér ekki nægja manninn sinn? Átti eg að sýna henni, að eg biði öllum hættum birginn og svíkja bezta vin rainn í tryggðum? Nei, það var mér fjarri skapi. En hvað átti ég að gera? Átti eg að leika Jósef, átti eg að taka að mér þetta broslega hlutverk, sem auk þess varð erfiðara með hverri sekúnt- unni, sem leið, því að jafnvel mesta stillingarljós hefði hlotið að missa ráð og rænu við hin brenn- heitu, ástríðufullu atlot þessarar hamstola konu. Kasti sá á mig fyrsta steininum, er hefur fundið brenna á vörum sér koss fagurrar konu, sem hefir þráð það eitt að gefa sig honum á vald . . . I stuttu máli . . . eftir eina mín- útu . . . þér skiljið, ekki satt . . . eftir eina mínútu . . . hefði eg . . . nei, hefði hún . . . fyrirgefið . . . hefði hann . . eða öllu heldur hefði það orðið — ef ógurlegur gauragangur hefði ekki allt, i einu riflð okkur upp úr vímunni. Brennikubburinn hafði lirokkið fram úr aruinum, valt hvæsandi eftir gólfinu og staðnæmdist, að lokum undir hægindastól, sem auð- vitað hlaut að kvikna í auga- bragði. Eg stökk á fætur eins og vit- firringur, þreif eldtöngina og var að kasta skíðinu inn í ofninn, þeg- ar dyrnar opnuðust. Julien kom lafmóður inn og kallaði upp i gleðiróm: „Eg var búinn tveim stundum fyrr en eg bjóst við!u Já, vinkona góð, hefði brenni- kubburinn ekki verið, þá hefði hann staðið okkur að verki, og afleiðingar getið þór sennilega ímyndað yður. Ég ásetti mér, að láta slíkt al- drei henda mig framar. Pljótlega varð eg þess var, að Julien var farinn að leggja fæð á mig. Kon- an hans gerði sér bersýnilega far um að eyðileggja vináttu okkar. Eg dró mig því í hléj og vegir okkar skildust að fullu og öllu. Ég kvæntist aldrei. Y9ur furðar sjálfsagt ekkert á því. Axel Gnðmundsson þýddi. A: Á ég hreinskilnislega að segja þér hvað þú ert? B: Já, ef þig langar til að fá glóðarauga. Hreykinn faðir: Hvað myndir þú nú gjöra, sonur sæll, ef þú værir orðinn gamall karl? S o n u r i n n: Tala um hina gömlu og góðu daga.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.