Dvöl - 06.01.1935, Blaðsíða 2

Dvöl - 06.01.1935, Blaðsíða 2
Ö L 6. januar 1935 a d v Kýmnisögur Hjónin sátu og lásu hvort í sínu blaði. Einni konu of margt, las kon- an allt í einu og bætti síðan við andvarpandi: — Það er ekki í fyrsta skipti sem maður heyrir um tvíkvæni. — Ekki þarf nú beinlínis að vera átt við það, tautaði maðurinn þreytulega. Lárus Friðriksson kom inn á rakara8tofu og sér Dagbjart slátrara sitja þar, sokkinn niður í dagblað. — Góðan daginn mælti hann glaðlega. Slátrarinn veitti honum enga athygli, en hélt áfram að lesa. Góðan dag, sagði Lárua í ann* að sinn. Ekkert svar. Slátrarinn hreyfði sig ekki. Þá anpti Lárus: — Fyrst þú skefur svín allan daginn, því skefurðu þá ekki sjálf- an þig? Liðþjálfinn horfði beint framan í nr. 37 og mælti; Hafið þér rakað yður í morgun? — Já, herra liðþjálfi. — Næst þegar þér rakið yður, vil ég leyfa mér að biðja yður að ómaka yður dálítið nær rakhnifn- UHl. mennirnir gáfu konu hanshýrtauga. Og það sem verra var: Honum gazt hreint ekki að framkomu konunnar sinnar gagnvart þeim. Svo tók hann kjark í sig og sagði: — Hulda, það færi þér betur ef þú létir smjaðuryrði ungu mann- anna eins og vind um eyrun þjóta. — Eins og vind um eyrun þjóta, hrópaði ltin unga frú, það er ein- mitt það sem ég geri — bara eins ogdálítið hressandi vind, bætti hún við. Gátan ráðin Hann bað um koss. Hún hnykl- aðí brýrnar. — Koss, mælti hún, táknar til finningu. Koss á höndina þýðir virðingu. Koss á ennið táknar vin- áttu. Koss á munninn táknar hvort- tveggja og dálítið meira. Nú gef ég yður leyfi til að kyesa mig. Gerið svo vel! Hann þagði. I gegnum virðingu og vináttu skapast ástin. Hann leit á hana til að lesa hugsanir hennar . . Þarna stóð hún með húfuna dregna niður að augum og hendurnar grafnar í kápuvösununr. Hann skildi. — Það er sama hvar maður flækist, allstaðar sér maður skilti með auglýsingu um „Fordtl — Já, það getur ekki alltaf ver ið gaman að vera skilti. Vilhjálmur komst ekki hjá því að veita því athygli hve ungu Ritstjóri: Daníel JðnisoiL

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.