Dvöl - 06.01.1935, Blaðsíða 15

Dvöl - 06.01.1935, Blaðsíða 15
6. janúar 1935 D V ö L 15 kg. eldsneyti og matvæli til rann- sóknarstöðvarinnar. Færðin varð nú betri og gekk ferðin greiðar. Að kvöldi 30. júlí, eftir 15 daga ferð, voru þeir loks komnir 400 km. inn á jökul, þar sem dvalar- staðurinn skyldi vera yfir vetur- inn. Hlaut hann nafnið Eismitte eða Jökulmiðja. 1. ágúst heldur svo Waiken og' Grænlendingarnir heimleiðis, en. Georgi verður einn eftir til þess að gera veðurathuganir og undir- búa vetrarsetuna að öðru leyti eftir föngum. Meðal annars gref- ur hann skáhallan ranghala niður í hjamið og kjallara til þess að iiafa í loftvog og fleiri áhöld. 18. ágúst kemur Loewe ásamt 5 Grænlendingum til Georgi með 1000 kg. af vetrarforða og 13. sept. kemur þriðja sleðaferðin til Jökulmiðju með 1500 kg. af nauð- synjum. Vantaði nú aðallega meira af steinolíu, vetrarhúsið og ýms rannsóknartæki. Var búizt við að vélsleðarnir mundu flytja betta eða þá hundasleðar. Fram að þessu hafði Georgi haldið einn til á Jökulmiðju síðan 1- ; ág. Nú varð Sorge eftir hjá honum. Með þeim sem heim snéru sendu þeir Georgi og' Sorge þau boð til Wegeners, að ef í nauðir i'æki, mundu þeir geta haft vetr- arsetu án þess að fá húsið, en meiri steinolíu væri nauðsynlegt að fá, Yrði því ekki neitt af henni komið fyrir 20. okt. mundu beir verða að yfirgefa stöðina og ireysta að ganga vestur yfir jök- ulinn. Nú víkur sögunni vestur á jök- ulbrún til bækistöðva Wegeners. Eins og áður er getið gekk mjög erfiðlega að koma vélsleðunum upp á jökulbrúnina, svo þeir voru ekki ferðbúnir fyr en í lok ágúst- mánaðar. Þrátt fyrir ýmsa örð- ugleika tókst þó flutningur sæmi- lega með þeim inn á jökulinn. Um miðjan sept. var allt sem vantaði inn á Jökulmiðju komið 200 km. inn á jökul, en þaðan var brattalaust og færðin betri heldur en vestantil á jöklinum. 17. sept átti að fara síðustu terðina inn á Jökujmiðju alla leið. Á 5 klst. fóru sleðamir aust- ur að 200 km. forðabúrinu og hittu þar hundasleðalestina, sem Sorge hafði farið með austur. Allt virtist nú leika í lyndi og næsta kvöld var búist við að gista á Jökulmiðju. En þetta átti ekki svo að fara. Um nóttina gerði hríð og næstu tvo daga hélzt þoka og snjókoma. Setti niður svo mikla lausamjöll, að ómögulegt var að koma sleðunum með far- angri austur eftir. Eftir mikla erfiðismuni og basl, ákváðu leið- angursmennirnir loks að skilja farminn eftir og snúa heimleiðis. Undan vindi og með tóma sleða gekk sú ferð sæmilega greitt, 'en þegar ófarnir voru um 40 km. að bækistöðinni á Vesturjöklinum biluðu báðar vélarnar vegna of-: hitunar. ...

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.