Dvöl - 06.01.1935, Qupperneq 16

Dvöl - 06.01.1935, Qupperneq 16
16 D V Ö L 6. janúar 1935 En einmitt á þessum stað mæta þeir Wegener, sem er á leið upp á miðjökul með 15 hundasleða. Hann hafði grunað að allt mundi ekki með felldu um vélsleðana og vildi því gera síðustu tilraun til þess að flytja nauðsynjar inn á Jökulmiðju, svo að tveir menn gætu hafst þar við yfir veturinn. Wegener hafði lagt upp í þessa íerð 21. sept. ásamt Loewe og 13 Gi-ænlendingum. Ferðin sóttist heldur seint vegna slæmra færðar og skafrennings. Að kvöldi 27. sept. var slegið tjöldum í 62 km. fjarlægð l'rá vesturbrún í 27 st. frosti. Næsta morgun neituðu Grænlendingarnir að fara lengra og báru við of slæmum útbúnaði, einkum vantaði þá svefnpoka úr ioðskinni. Loks tókst þó að fá fjóra til þess að halda ferðinni áfram, en hinir snéru aftur. 5. okt. eru þeir komnir 151 km. inn á jökul og höfðu þá farið 90 km. á 6 dögum. Wegener sá nú að hann hefði ekki nógan mat og hundafóður til þess að allir gætu haldið áfram. Þrír Grænlendingai’ hurfu því aítur með sleða sína, en Wegener,. Loewe og Rasmus Villumsen, Grænlendingur, héldu áfram. Skal íerðasaga þeirra ekki rakin, en hún var í stuttu rnáli nærri vonlaus barátta við ófærð og illviðri í 40—50 st. frosti. 20. okt. var sá dagur, sem þeir Georgi og Sorge höfðu ákveðið að yfirgefa Jökulmiðju og halda gangandi vestur eftir, ef skki yrði þá kominn nægur vetrarforði til þeirra. Þetta vissi Wegener að mundi verða þeim bráður bani og því vildi hann með engu móti snúa við fyr en hann mætti þeim. En frá þessu áformi höfðu þeir Georgi horfið og ákveðið að freista vetrarsetu með þeim forða, sem fyrir hendi var. Og því héldu þeir Wegener áfram lengra og lengra, þar til þeir komu á Jökulmiðju 30. okt. eða 40 dögum eftir að þeir lögðu af stað. Með- aldagleið hafði því aðeins orðið orðið 10 km. Þeir félagar voru- þó ekki mjög . þjakaðir, nema Loeive var tals- vert kalinn á fótum og fingrum. Það varð nú að ráði að Loewe skyldi verða eftir á Jökulmiðju, vegna þess að hann var ekki ferðafær og matarvistir voru þó svo miklar fyrir hendi, að með spamaði mátti treina þær þrem- ur mönnum til vorsins. 1. nóv. var 50 ára afmælisdagur Wege- ners. Þann dag hélt hann heim- leiðis frá Jökulmiðju ásamt Ras- mus. Ilöfðu þeir 2 sleða með 17 hundum fyrir. Þrír menn voru þá eftir í ískjallaranum á Jökul- miðju: Georgi, Sorge og Loewe. L næstu 6 mánuði var útilokað aö þeir gætu nokkurt samband haft við umheiminn. Loftskeytastöð, sem þeim var ætluð, hafði ekki komist með í flutningunuxn. Framh. PnnMniB)u Acfea,

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.