Dvöl - 06.01.1935, Blaðsíða 14

Dvöl - 06.01.1935, Blaðsíða 14
u D V Ö L 6. janúar 1935 lausir þangað til 17. júní. Þá tekst loks að koma skipi með öllum farangri inn á Kamarújúkfjörð. Um kvöldið liggja 2500 kassar og benzínkönnur í fjörunni rétt við jökulsporðinn. Allt þarf þetta að komast upp á jökulbrún. Neðan til er jökullinn sprungulítill og ekki mjög brattur upp í 350 m. hæð, en þá tekur. við snarbratt- ur og krosssprunginn 300 m. hár kafli. Yfir þetta þarf að flytja á annað þúsund hestburði af far- angri og tvo vélsleða, sem hvor um sig er á stærð við meðalbíl. Nú var liðinu skipt þannig, að Vigfús við þriðja mann og með 15 hesta, sá um flutninga upp jökulsporðinn að hrunjöklinum. Þá tóku Jón og Guðmundur við og fluttu upp yfir versta- bratt- ann. Þar tók Loewe og Grænlend- ingar við og fluttu á hundasleð- um upp að jökultindi einum í 950 m. hæð, en þar átti aðalbæki- stöð að vera á vesturjaðri jökuls- ins. Jafnframt var unnið að því að koma vélsleðunum upp eftir jölcl- inum. Var það gert með því móti að ryðja braut í ísinn, fylla sprungur og höggva niður ís- kamba. Síðan var sleðunum mjak- að. áfram með vindum 150 m. í hvert skifti og vindan síðan færð oíar. Þurfti að færa vinduna 16 sinnum áður en sleðamir voru komnir upp á jökulbrún og gekk til þess 6 vikna tími. Frá upphafi var keppst við að koma þeim hlutum fyrst upp á ís- inn, sem áttu að fara til rann- sóknastöðvar á miðjöklinum 400. km. frá vesturbrún. Áætlað var að sá útbúnaður allur myndi vega 4000 kg. að minnsta kosti, þar í talin tjaldbúð um 500 kg. — Hitt matur, eldsneyti og vísindatæki. 15. júlí leggur Georgi loks af stað með 12 hundasleða inn á jökulinn. Á hverjum sleða voru alis um 300 kg. og 8 hundum beitt fyrir, svo hverjum hundi var ætlað að draga nærri 40 kg. Af þessum farangri voru þó að- eins 800 kg. sem áttu að fara alla leið inn á miðjökul. Hitt var hundamatur. Færðin var slæm og veðrið ó- hagstætt. Auk þess töfðust þeir mjög á því að varða og stika leiðina. Það var gert á þann hátt, að með 5 km. millibili voru byggðar stórar snjóvörður, en milli þeirra stungið niður stöng- um með smáflöggum með 500 m. millibili. 22. júlí, eftir vúku ferð, voru þeir komnir 200 km. inn á jökui, en þá vildu Grænlendingamir ekki fara lengra. Loks varð þó úr, að fjórir Grænlendingar héldu áfram ferðinni, ásamt Georgi og öðrum Þjóðverja, Waiken að nafni, en Loewe snéri aftur með hinum Grænlendingunum og nærri tóma sleða. Þeir sex sleðar, sem áfram héldu, fluttu nú alls 1620 kg. Þar af 600 kg. áhöld en aðeins 160

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.