Dvöl - 06.01.1935, Blaðsíða 11

Dvöl - 06.01.1935, Blaðsíða 11
6. ianúar 1935 D V Ö L 11 an einlægar aflíðandi bungur og dældir, en þegar nær dregur jöðr- unum verður jökullinn allbrattur og sprunginn. Hann er því erfið- ur uppgöngu og leiðin yfir hann löng og torsótt. Hafa því fáir orðið til þess að fara yfir þveran jökulinn eða dvelja þar til rann- sókna. Sá er fyrstur fór þvert yf- ir Græniand var Friðþjófur Nan- sen 1888. Þótti það mikil frægð- arför. Leið hans yfir jökulinn var 447 km. Árið 1913 fór danskur herfor- Lngi, P. Kock, þvei*t yfir Græn- land norðan til, þar sem jökullinn er meira en 900 km á breidd. í för með honum var ungur þýzkur vísindamaður, Alfred Wegener, og' tslendingurinn Vigfús Sigurðs- son, sem síðan er oft nefndur Grænlandsfari. í þeirri för gerði Alfred Wegener ýmsar rannsóknir á jökulísnum í Grænlandi og' veð- urfari þar og ennþá fleiri vís- indaleg viðfangsefni kom hann auga á, sem hann hugðist að rannsaka nánar og fá leyst úr síðar. En rétt eftir heimkomu hans skall yfir heimsstyrjöldin, sem hann tók þátt í frá upphafi til enda, að vísu sem veðurfræðingur og- vísindalegur ráðunautui', en ekki á sjálfri herlínunni. Eftir ófriðinn kom 1‘járkreppa og örð- ugir tímar í Þýzkalandi og var ekki byrlegt um stór fjárframlög til vísindaferða. Liðu svo fram tímar til ársins 1928. Þá var Wegener orðinn pró- fessor í veðurfræði og jarðeðlis- fræði við háskólann í Graz. Hann naut mikilla vinsælda og virðing- ar sem fræðimaður og mátti segja að hagur hans stæði með miklum blóma. Á þessum árum ritaði hann margt og kom með margar ný- stárlegar hugmyndir í jarðfræði og veðurfræði. Allt sem Wegener ritaði var svo ljóst og lipurt sett fram, að það vakti eftirtekt. Einna mesta athygli og deilur hefir hugmynd hans um landa- flutning vakið. Hún gengur i stuttu máli út á það, að í fyrnd- inni hafi Evrópa, Afríka og Am- eríka verið eitt samhangandi meg- inland. Síðan hafi það sprungið í sundur og hlutarnir fjarlægst hvorn annan og breitt haf mynd- azt á milli þeirra. Fyrsta röksemd Wegeners fyrir þessari hugmynd er sú, að strendur þessara heims- álfa virðast að miklu leyti sniðn- ar saman. Getur hver og einn, sem landabréf hefir, sannfært sig um þetta. En auk þessa færði Wegener mörg rök úr jarðfræði, veðurfræði, dýra- og jurtafræði til sönnunar þessari djarflegu hugmynd. Hann hélt því fram, að Grænland væri ennþá að færast vestur á bóginn og studdi það við mælingar að fornu og nýju á hnattstöðu Suður-Grænlands. En af því að ekki er víst að full- treysta megi hinum eldri mæling-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.