Dvöl - 06.01.1935, Blaðsíða 10

Dvöl - 06.01.1935, Blaðsíða 10
10 D V Ö L ð. janúar 1035 Síðasta Grænlandsför Wegeners (Útvarpserindi 14. nóv. 1934). Eftir Jón Eyþórsson Paissneski Tsjeljuskinleiðangur- inn, sem um þetta leyti í fyrra- vetur var að hrekjast í Ishafiuu undan ströndum Austur-Síberíu, var gerður út til þess að sann- reyna, hvort takast mætti að sigrla venjulegu flutningaskipi um NA-leiðina á einu sumri, þ. e. frá Hvítahafinu austur með Síberíuströndum til Kyrrahaísins. Til þeiirar ferðar v»r fyrst og fremst stofnað í hagnýtuni til- gangi, þótt jafnframt værí sleitu- laust unnið að vísindalegum rann- sóknum. Og því má bæta við, að takist Rússum í raun og veru aö nota þessa sigling'aleið, þá opn- ast um leið möguleikar til þess að hagnýta svo mikil en torsótt nátt- úrugæði: málma, kol, skóga og kvikfé í Síberíu, að það gæti hall- að metum á heimsmarkaðinum á næstu árum. Þessvegna er för Tsjeljúskín eftirtektaverð fyrir alla, sem um slík mál hugsa. Nú ætla ég hinsvegar að segja trá annari för í Norðurveg, sem eingöngu var farin í vísinda- legum tilgangi, en það er þýzki leiðangurinn til Grænlandsjökla 1930—31 undir forustu prófessors Alfred Wegeners. Um þessa för hefir talsvert verið rætt og ritað hér á landi, meðfram vegna þess, að í henni tóku þátt þrír íslendingar. — Mun ég því ekki hirða uim að rekja svo mjög einstök atriði í ferðasög- unni, en segja nokkru nánar frá hinum visindalegu viðfangsefnum og framkvæmd þeirra. Það er kunnugt að mestur hluti Grænlands er hulinn jökli og er það mesta og hæsta jökulbreiða á norðurhveli jarðar. Strendumar eru vogskornar én hrikaleg fom- grýtisfjöll ganga út undan jöklin- um fram á annesin.Frá hájöklinum skríða brattar jökultungur fram úr skörðum og daladrögum. Víða ná þær langt út í firðina og þar brotna framan af þeim helja’-- stórir jakar, sem síðan berast með hafstraumum suður í At- lantshaí. Það er borgarísinn eðá fjalljakamir, seni oft hafa valdið stórslysum á siglingaleiðum. Það er talið að meginlandsjök- ull Grænlands sé rúmar 2 milj. km.r að stærð, en um 325 þús. km2 af landinu sé auðir. Mestur hluti jökulsins er 2000-—3000 m að hæð yfir sjávarmál. Hann er um 2500 km að lengd frá norðrí til suðurs, nærri 1000 km að breidd norðan til en 400—500 km sunnan til. Uppi á jöklinum er hjarnbreið-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.