Dvöl - 06.01.1935, Page 12

Dvöl - 06.01.1935, Page 12
12 D V Ö L 6. janúar 1985 u m, eru nú árlega gerðar ná- kvæmar hnattstöðumælingar á Suður-Gi’ænlandi að tilhlutun dönsku stjórnarinnar. Ætti því ekki að líða mörg- ár hangað til úr því verður skorið með óyggj- andi rökum, hvort skoðun We- geners um landmlutning er rétt; en það myndi kollvarpa flestu því, sem nú er talið sanni næst um or- sakir ísalda og hinar miklu breyt- ingar á loftslagi, sem sýnilega hafa orðið á jörðunni á fyrri járð- öldum, og valdið aldahvörfuni í dýra- og jurtaríkinu. Árið 1928 fær Wegener tilmæli um að stjórna dálitlum sumarleið- angri til Grænlands til þess að mæla þykkt meginlandsjökulsins með nýgerðum mælitækjum til þeirra hluta. Die Notgemeinschaf't der Deutschen Wissenschaft eða Bjargráðasjóður þýzkra vísinda var reiðubúinn að kosta ferðina. Þessi köllun hreif Wegener þeg- ar frá Iiinu kyrláta og þægilega borgaralífi í Graz. Til Grænlands vildi hann. ITálfgleymdar fyrir- ætlanii- rifjuðust upp. Hann vildi ekki aðeins mæla þykkt jökulsins, heldur stofna til alhliða rann- sókna á eðli jökulíssins og jafn- framt því veðurlagi sem á há- jöklinum ríkir. Hann vildi mæla þyngdarafl jarðar uppi á hájökl- inum til þess að skera úr því, hvort Grænland ætti fyrir sér að síga eða rísa meira úr sæ. Hann vijdi mæla nákvæmlega hæð há- jökulsins yfir sjó og mæla hit- ann niðri í djúpum göngum, sem grafin væru niður í ísinn. Því hafði verið haldið fram að vfir Grænlandsjökli væri að stað- aldri háþrýstisvæði og þaðan flytu kaldir loftstraumar í allar áttir, sem hefðu gagngerð áhrif á veðurlag Atlantshafsins og Ev- rópu. Úr þessu vafamáli átti eipn- ig að leysa með því að gera veð- urathuganir allt árið uppi á há- .jöklinum, en það hafði aldrei ver- ið gei't áður. Til þess að koma þessum rann- sóknum í kring, gerði Wegener ráð fyrii' að , stofna þrjár ranri- sóknarstöðvar á Grænlandi, sem störfuðu heilt ár. Ein átti að vera á vesturbrún jökulsins, ein á honum miðjum og ein við Austurströndina. Þennan þver- skurð ætlaði hann að hafa á 71. st. norðurbr. eða nokkru norð- ar en Scoresbysund og um 500 km. nörðar heldur en ITornbjarg er á íslandi. Á þessum slóðum hafði aldrei fyr verið farið vfir jökulinn. Leið þeirra Kocks 1918 !á talsvert norðar, en Svisslend- ingurinn de Queivain hafði farið allmiklu sunnar yfir Grænland ír- ið 1912. Til þess að undirbúá þetta margþætta fyrirtæki áleit We- gener nauðsynlegt að fara sér- staka snögga ferð til V.-Græn- lands áður en höfuðleiðangurinn leggði upp. Þessar fyrii'ætlanir sínar lagði Wegener fram sumarið 1928.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.