Dvöl - 06.01.1935, Blaðsíða 3

Dvöl - 06.01.1935, Blaðsíða 3
D V ö L 6. janúar 1935 J ó n s m e Skipið skreið inn fjörðinn. Hann var lygn og sléttur, og sólin, sem var hátt fyrir ofan fjöllin, spegl- aði hann í glampandi skini sínu, svo hann líktist meir silfruðum fleti, en íslenzkum fjallafirði, sem er undirorpinn duttlungum hafsins og tryllingi stormanna. í framstafni skipsins stóðu þrír farþegar, tveir karlmenn og ein stúlka og horfðu mót þorpinu litla sem blasti við sjónum inni í fjarð- arbotninum. Stúlkan brosti af innilegri fagnaðartilfinning, því þetta voru æskustöðvarnar henn- ar, og þetta var litla þorpið henn- ar, sem hún hafði kvatt fyrir mörgum árum' og ekki séð síðan. Hún hét Heiða Heiðar, var lista- kona og hafði siglt, til að læra á slaghörpu. Seinna ferðjaðist hún nm alla álfuna og hélt hljómleika °g nú síðast kom hún sólbrennd og Rælleg sunnan úr Miðjarðarhafs- löndum og með henni annar mað- urinn, sem stóð hjá henni í stafni ^kipsins. Það var vinur hennar sunnan úr löndum, Martino Bar- öelli hét hann, lítill maður, dökk- örúnn í andliti, svarthærður, svart- órýndur og með tinnusvört, tindr- andi augu. Það var því líkast, sem þau skytu eldingum í hvert sinn er kann leit til ungu stúlkunnar við blið sér. Hinn maðurinn var landi henn- ar og æskuvinur, norrænn að útliti, 8 s s u n ó t t hár, bjartur yfirlitum, tígulegur sem fornaldarvíkingur og með blá,’ skær en dreymandi, jafnvel þung- lyndisleg augu. Hann hét Hreinn Hamar. Hreinn Hamar leit snöggvast af fjöllunum og á æskuvinu sína við hlið sér. Svo leit hann niður í djúp sævarins og hónum varð hugsað til þeirrar stundar, er þau skildu fyrir möx-gum, löngum árum síð- an. Það var á Jónsmessunótt í þorpinu, þegar fuglarnir og fólkið svaf, en einn lítill þröstur kvakaðí á laufgaðri grein, eins og hann væri að syngja ástaróð til vorsins og lífsins. Og vorið brosti að ást litla fugls- ins, og þrösturinn brosti á móti. Það er svo sælt að lifa,, að þrá og að elska á íslenzkri vornóttu, þeg- ar þorpið liggur í dvala, fjölliu ; blána í fjarska og friður og kyrrð . hvílir yfir náttúrunni. Og þá gengu þau upp úr þorp- inu, hann og hún, og horfðu inh yfir landið, horfðu mót hjálmhvolf-’ um jöklamxa og létu þýðan vör- vindinn leika um höfuð sitt og hár. Þau námu staðar, horfðust í augu og brostu. Þetta var skilnaðarstund. Ein þessara örlagaríku skilnaðarstunda’ í lífinu, þegar ástvinir kveðjast óg skilja — stundúín fyrir fullt iJgf allt. ” '•

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.