Dvöl - 06.01.1935, Blaðsíða 4

Dvöl - 06.01.1935, Blaðsíða 4
Ö L 6. janúar 19.'i5 i 1) V — Ég kem aftur, sagði hún bros- andi og hughreystandi. Hann leit í augu henni og sá, að hún sagði satt, því að augun henn- ar tindruðu af ást, og ást í konu- augum er of einlæg og of auðsæ til að nokkur geti efast um sannleiks- giidi þeirra. Um morguninn, þegar sólin kom upp bak við fjöllin bláu í fjarska og þegar hún sendi fyrstu geisla sína á spegilsléttan og töfrandi hafflötinn, gengu þau heim til sín, brosandi, hamingjusöm, en þrátt fyrir allt sorgbitin eins og sóley í dögg, því að ástin er alltaf fegurst þegar grátþrunginn harmur býr á bak við. — Vertu sæll vinur, sagði hún, rétti honum brosandi höndina og hljóp upp þrepin. Hún veifaði til hans ofan af tröppunum, en dans- aði svo eins og ljúfur, léttur engill inn um dyrnar og hvarf. Og nú standa þau þarna í fram- iítafni skipsins, Heiða og hann, þögul og hugsandi, eins og eitt- hvert djúp hefði aðskilið þau þenn- an tíma, sem þau höfðu ekki hitzt. En var það ekki allt þessum suð- ræna náunga að kenna, með svörtu, fránu gammsaugun, gljáða, liðaða hárið og sólbrennda andlitið? Skipið skreið áfram inn fjörð- inn, sólin skein á bláum, heiðsæj- um vorhimninum og húsaþök þorpsins blikuðu í sólskininu. En kinn suðræni maður horfði ekki lengur á litskrúð landslagsins, heldui1 á gullna lokka og í seiðandi augu hinnar norrænu listakonu. Það var sem augu hans skytu eld- ingum, þegar hann leit í augu hennar, eins og öll sálarorka hans, allt hatur, öll ást og ástríður væru runnin í þetta leiftrandi augnaráð hans. Og Heiða Heiðar sat líka þögul og hugsandi, eins og hún sæti milli steins og sleggju, og gæti hvorki valið né hafnað. Það hvíldi á henni eitthvert farg, einhver þungi, ein- hver sálar-tvískipting, sem öllum listfengum konum er eiginleg. Þær elska bæði eld suðursins og ís norð- ursins, þær elska ofsa Suðurlanda- búans og draumlyndi norræna vík- ingsins. Þess vegna var það vand- inn að velja -—■ og velja það rétta. En hún gat það ekki sjálf, hún elskaði þá báða, og hvorn hún elsk- aði heitar, það gat hún ekki gert sér grein fyrir. Og þótt hún hefði elskað annan heitar, þá gat hún ekki valdið hinum sársauka. Hljómarnir höfðu göfgað sál henn. ar og tilfinningar, og þess vegna gat hún ekkert sært. Hún gat enga ákvörðun tekið, og hún varð að bíða eftir eiríhverri vísbending ör- laganna til að velja og hafna. Þau voru búin að dvelja nokkra daga í þorpinu og dagarnir liðu hver af öðrum án ytri atburða eða sögulegra þátta. En i sálum þre- menninganna byltust eldheit og tryllt öfl, sem öll voru innilokuð undir blæju hæverskunnar og innra stolts. Á kvéldin gengu þau *ér ®itt-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.