Dvöl - 06.01.1935, Blaðsíða 6

Dvöl - 06.01.1935, Blaðsíða 6
.6 D V Ö l 8. janú&r 1936 bverju fórnar maður ekki fyrir ást- ina? Hann sneri við og gekk upp á herbergið til Heiðu Heiðar, þar ;Sem hún sat enn við slaghörpuna og lék. Hann lét hana leika til enda, en settist við hlið hennar og greip um hönd hennar þegar hún hætti. :r — Þú ert mín! sagði hann með ^tjórnlausum ofsa hinnar suðrænu sálar, og ætlaði um leið að draga hana í faðm sér. Hún losaði sig. — Nei, ekki enn- þá! sagði hún storkandi. — Eg þoli enga bið, eg elska þig heitar en allt annað á jörðinni; eg fórna öllu þín vegna. Eg þoli enga bið. -— Þú verður að bíða, eg verð að hugsa mig um, sagði hún aftur, epn alvarlegri. Augu Suðurlandabúans skutu Ifneistum. Hann var búinn að vera húsbóndi tilfinninga sinna of lengi, og úr þessu þoldi hann enga bið. Eðli hans heimtaði svar. -— Þarftu að hugsa þig um vegna þessa leið- inlega og heimskulega landa þíns? spurði hann æstur í skapi. ,— Hann er hvorki leiðinlegur né heimskulegur, hann er betri en þú, syaraði hún stygglega og brýrnar (jrógust í hnykla. Martino Bardelli gekk til henn- ar, greip um axlir hennar og horfði með.brennandi hatri í augu þeirrar stúlku, ,sem hann elskaði í sama a.ngnablikinu. En hann fann, að a.ht var búið, tilfinningar hans ólg- Astjórnlegu hatri, augun tj,ndr,uðu _af. heift, og hann hataði stúlkuna, hatáði ástina, hataði líf- ið og tilveruna. — Eg drap hann. Eg stakk hann í hjartað með hnífnum mínurn, því eg hataði hann! hvíslaði hann hægt en hvasst fram á milli varanna. Hann teygaði í sig áhrifin af orð- unum með dýrslegri nautn, eins og rándýr, sem drekkur blóðið úr bráð sinni- Hún rak upp vein — voðalegt angistarvein — eins og sært villi- dýr með dauðastungu í hjarta. Eitt andartak hvildi hún eins og ör- vingluð í faðmi Suðurlandabúans, svo rankaði hún við sér, losaði sig úr járngreipum hans og laust hann af öllu því afli, sem hún megnaði, með krepptum hnefanum beint í andlitið. Hún rauk á dyr. Ólga og tryll- ingur listaeðlisins heimtaði reynd- ar enn meiri svölun ofsans, og að hún slæði fjandmann sinn ennþá harðar, en hún gat ekki lengur ver- ið í náyist hans, þvi hún fyrirleit hann af dýpsta viðbjóði. Já, hún hataði hann. Hún gekk út í kyrra og hljóða nóttina, yfirhafnarlaus og hattlaus. Hún gekk lengra og lengra, hugs- analaust og tilgangslaust. Ofsann lægði smám saman og hugsanirnar byrjuðu að fá festu. En þær þok- uðu aftur fyrir hinum botnlausa sársauka, fyrir hinni óendanlega djúpu hryggð og einstæðingstil- finning, að hafa á sömu stundinni misst báða vini sína, sem hún elsk- aði. Nú átti hún engan vin lengur,

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.