Dvöl - 06.01.1935, Blaðsíða 5

Dvöl - 06.01.1935, Blaðsíða 5
6- janúnr 1935 D V Ö LT R hvað til skemmtunar, horfðu á deyjandi skin kvöldsólarinnar, er það speglaðist í firðinum og sendi þúsundir litbrigða inn yfir fjörð- inn og landið. Eða þegar þeir slóu deyjandi roða sínum á fannbréið- ur jöklanna og spegluðust loks í vötnum og tjörnum með tignarlega syndandi svani og litfagrar endur. En kvöldganga þeirra varð sjald- an annað en innri bæn þeirra til æðri afla um að losa sig úr h'inum kveljandi efa, sem hjörtu þeirra allra börðust í. Þegar hin bjarta vornótt lædd- ist yfir landið eins og ástrík móð- ir að vöggu deyjandi barns, settist: listakonan unga að slaghörpunni og lék harmþrungin sorgarlög eða aldlega ástarsöngva. Hún lék eins og gyðja, sem elskar og þráir, sem tryllist, fagnar og syrgir, en bak við hana sátu tveir hlustendur, tveir dáendur, annar með brenn- andi ástríður hins suðræna ofsa, on hinn með draumlynda og þunga víkingslund Norðurlandabúans. — Þeir sátu þögulir og hugsandi. I Rálum þeirra bærðist ódauðlegt hatur, en líka hin trylltasta ást. Það var barátta um tilveruréttinn °g framtíðipa — barátta um líf eða dauða, — það fundu þeir báðir. Það var kvöld — eitt af þessum .Vndislegu íslenzku vorkvöldum, ^em hvergi í víðri veröld eiga sinn iika. Loftið titraði af fuglasöng, hestarnir hneggjuðu í haganum, iömbin jörmuðu á mæður sínar, veykirnir á sveitabæjunum stigu hátt til lofts og langt, langt úti' á firðinum hneig sólin til viðar, feg- urri en nokkru sinni fyrr. Heiða var að enda við að leika „Vorsónötuna" eftir Beethoven og hljómarnir virtust titra í loftinu eins og litlir englar, sem svifu og dönsuðu í geimnum. Þá stóð Hreinn á fætur, rétti Heiðu hönd sína og bauð henni góða nótt. Bar- delli gerði það sama og þeir urðu samferða út. Það var sem tónar sónötunnar hefðu snortið dýpatu strengi sálnanna, aukið ástríðurn- ar, eflt ofsann og komið tilfinning- unum í einhverja æðisgengna, blossandi ólgu. Martino Bardelli rauf þögnina: — Eg er sæll í kvöld, viltu ekki óska mér til hamingju? sagði hann og rétti fram hendina. Hreinn Hamar horf'ði hvasst og þungbúinn í hin leiftrandi augu Suðurlandabúans. — Með hvað? spurði hann þurrlega. — Hún er mín! var eina svarið, sem hann fékk. Hann hugsaði sig um örfá augnablik, svipurinn þyngdist, en síðan greip hann hipa framréttu hönd, þrýsti hana ofur- Htla stund, en kom engu orði upp. — Vertu sæll, ég bið að heilsa Heiðu; við sjáiimst víst aldrei framar! sagði loks hinn bláeygi íslendingur, dró hendina að sér og gekk þögul og angurvær burt. Bardelli horfði á eftir honura þangað til hann hvarf. — Það er> leitt um þennan glæsilega mann, hugsaði nanu með sjálfum sér, ea

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.