Dvöl - 06.01.1935, Page 13

Dvöl - 06.01.1935, Page 13
11 janúar 19;i5 D V Ö L 13 Þeini var hvarvetna vel tekið. Bjargráðasjóðurinn féllst á þær og- veitti þegar fé til undirbún- ingsferðar. 1 raarz 1929 lagði Wegener af stað til Grænlands með þremur förunautum, þeim dr. Georgii, dr. Loewe og dr. Sorge. Ég nefni þessi nöfn af því, að ég kemst ekki hjá því að minnast meira á þessa menn síðar. Dr. Georgii mun ýmsum kumnur hér á landi síðan hann dvaldi hér sumarið 1927 og gerði loftstraumamæling- ar af fjallinu Rit við ísafjarðar- djúp. Þeim félögum leizt vænlegast til uppgöngu á hájökulinn úr firði einum, er Kamarujuk heitir og gengur inn úr IJmanakflóa norð- arlega á Vesturströnd Grænlands — rétt norðan við 71° N. br. — þar liggur 2 km. breiður skrið- jökull á rnilli brattra fjalla niður undir fjarðarbotninn. Frá jökul- sporði og upp á brún meginjökuls- ins í h. u. b. 1000 m. hæð eru um 4 km. og leiðin mjög brött og torfær' með köflum. Wegener ákvað þegar að nota íslenzka hesta til þess að flytja væntanlegan farangur á klökkum upp eftir skriðjöklinum, en græn- lenska hundasleða og vélsleða til Hutninga inn yfir jökulinn. Þeir félagar fóru á hundasleðum um 200 kni. inn á jökul til þess að 1-eyna færið og leist það allgott fyrir þassi farartæki. Þegar heim kom til Þýzkalands vm haustið brá Wegener í brún. Fjárkreppa var skollin á að nýju og Bjargráðasjóður sá sér ekki fært að svo stöddu að leggja fram í'é til aðalfararinnar. Hann vildi þó hvorki gefast upp né fresta t'örinni. Með miklum dugnaði tókst honum að fá nauðsynlegt fé til fararinnar og upp úr nýjári 1930 var tekið til óspilltra mála uiu undirbúning. Til fararinnar völdust 18 menu, l'lest vísindamenn í ýmsum sér- greinum, verkfræðingar og vél- fræðingar. Auk Wegeners voru l'eir Georgi, Loewe og Sorge, sem fyr voru nefndir. Islendingarnir Vigfús Sigurðsson, Jón Jónsson frá Laug og Guðmundur Gíslason áttu að vera í Grænlandi yfir sumarið til þess að sjá um hest- ana og annast flutninginn upp jökulinn. Nú verður farið fljótt yfir sögu. 1. apríl 1930 leggja leið- angursmenn af stað frá Kaup- mannahöfn með Grænlandsfarinu „Diskó“. Þeir hafa 100000 kg. af farangri með sér en eiga von á meiru með öðru skipi. 8. apríl er Diskó í Reykjavik og tekur með sér 25 íslenzka hesta. 4. maí er leiðangurinn kom- inn inn á Umanakflóa, en kemst ekki inn á fjörðinn fyrir lagn- aðarís. llestum og’ farangri er skipað upp á ísinn og flutt til næsta eskimóaþorps, U v k ú s i g- s a t. Þarna verða svo leiðangurs- menn að bíða að mestu aðgerða-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.