Valur 25 ára - 11.05.1936, Side 10

Valur 25 ára - 11.05.1936, Side 10
10 VALUR 25 ÁRA 1911—1936 Fyrstu athafnir. Fyrstu örðugleikarnir, sem urðu á vegi hins unga knatt- spyrnufélags, voru alger vöntun á leikvangi til æfinga. Ekki létu félagsmenn það þó stöðva starf- semi sina, heldur æfðu þeir hvar sem þeir fundu nýtilegan hlett. Er mjög til þess tekið, live áhuga- samir þeir voru þrátt fyrir hina örðuguslu aðstöðu. Ýmist voru þeir að æfingum á Ráðagerðis- flötum, á Kóngsmel uppi á Öskju- lilíð, meðfram Rauðarárlæknum. suður í Fífuhvammi og yfirleitt alls staðar þar, sem viðlit var að spyrna knetti eftir settum regl- um. Valsungar æfðu einkum á sunnudögum og fóru þá einatt í smáferðir, sem síðan hafa sum- ar hverjar orðið þeim ógleyman- legar. Þeir Valsungar, sem nú eru að hefja störf í félaginu, ættu að reyna að setja sér fyrir liugskots- sjónir litla frumherjaliópinn, sem liraktist af einum berangrinum til annars í umliverfi Reykjavik- ur fyrir 25 árum og lét þó aldrei undan síga fyrir örðugleikunum. Valur liefir löngum átt liauk í liorni þar, sem síra Friðrik Frið- riksson er. Auðvitað var hann líf- ið og sálin í þessum unga félags- skap, eins og öllum öðrum starfs- greinum K.F.U.M. — Síra Friðrik hefir aldrei brostið úrræði, er samherjar hans hafa verið í nauðum staddir,og það þó að örð- ugt hafi verið að ráða fram úr vandamálunum. Hann fór þegar á fund Páls Einarssonar, sem þá var borgarstjóri í Reykjavík, og út- vegaði Valsungum þar með svæði eitt vestur á Melum. Ruddu þeir svæðið þegar og hófu þar síðan knattspyrnuæfingar. En ekki áttu þeir þarna lengi friðland, því að nokkru síðar var tekið að reisa loftskeytastöð einmitt á þessum bletti, og urðu Valsungar þá að verða á brott af velli sínum. Hefst nú hálfgerð hrakninga- saga Vals, að því er leikvanga snertir, og er hún i stuttu máli á þessa leið: Félagsmenn þoka af fyrsta leik- velli sínum vegna byggingar loft- skeytastöðvarinnar og ryðja sér nýjan völl norðar á Melunum. Þennan völl verða þeir skömmu seinna að ílýja, vegna þess að járnhraut er lögð yfir hann. Var hraut þessi lögð vegna grjótflutn- inga til Reykjavíkurhafnar, sem þá var í smíðum. Enn flutti Valur völl sinn norð- ar á Melana, í þeirri von, að þar mundi verða griðastaður i bráð og lengd. En þetta fór á ann- an veg, því að þetta svæði var áður en langt um liði tekið af félaginu og gert að allsherjar- íþróttavelli fyrir Reylcjavík. — Hafði áður verið íþróttavöllur norðar á Melunum, en girðingin í kringum hann skemdist mjög af völdum óveðurs árið 1925 og var þá horfið að því ráði, að flytja íþróttavöllinn þangað, sem knatt- spyrnuvöllur Valsunga var. Síðan þessum hrakningum lauk, hefir félagið eklci átt sér neinn sérstakan leikvöll fyr en nú, er félagsmenn liafa með leyfi bæj- arverkfræðings rutt sér til bráða- hirgða völl suður undir Öskju- hlið. Aldarfjórðungs starf. Það lætur að likum, að ekki sé unt að draga fram nema örfá atriði úr 25 ára starfssögu Vals í stuttri grein, sem auk þess eru ákveðin takmörk sett í þessu ininningarriti. Gott er að geta byrjað á því að minnast þess, að svo mikill var þegar í upphafi áhugi Valsunga, að oftast kornu of margir piltar á æfingar, enda þótt félagsmenn væru ekki nema 28 talsins. Var Loftur Guðmunds- son formaður félagsins afar áhugasamur um viðgang þess. Vildu nú margir piltar fá inn- göngu í Val, en Valsungar liöfðu gert samþykt um það, að eigi skyldu fleiri en 28 menn fá inn- töku í félagið. Varð þetta til þess, að annað knattspyrnufélag, er nefnt var Hvatur, var stofnað inn- an K.F.U.M., og var upphaflega til þess ætlast, að þessi tvö félög skyldu heyja kappleiki sín á milli, en ekki keppa við knattspyrnu- félög utan vébanda K.F.U.M. Hvatur átti sér þó ekki langan aldur, sem meðfram mun hafa stafað af því, að menn álitu ráð- legra að sameina starfskrafta heggja félaganna. Fyrsta veturinn, sem Valur lifði, 1911—’12, var mikill dáða- hugur i Valsuugum, enda voru þarna að verki ýrnsir mestu áhugamenn yngri deildanna í K.F.U.M. Árið 1912 gaf síra Frið- rik út lítið rit, sem liann nefndi Úti og inni og tileinkaði piltun- um í háðum knattspyrnufélögun-

x

Valur 25 ára

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valur 25 ára
https://timarit.is/publication/624

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.