Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 12

Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 12
12 VALUR 25 ÁRA 1 9 1 1 — 1 9 3 6 spyrnufélags, áður en það hóf æfingar á hinum nýja leikvelli 6. ágúst 1911. Síðan eru liðin tæp 25 ár. En liklegt má þykja, að stefnan hafi siðan haldist með öllu óbreytt. Ræða síra Friðriks er, eins og áður er sagt, i fárra manna höndum, og er því ekki úr vegi, að yngri félagarnir í Val séu mintir á hana i þessu sam- bandi. Ef þeir bera gæfu til að hlýða orðum hins ágæta foringja næsta aldarfjórðunginn, mun verða hjart yfir sögu Vals fram- vegis, svo sem verið hefir hing- að til. Áður en þessu greinarkorni lýkur, er óhjákvæmilegt að minn- ast á nokkra atburði, sem gerst hafa í sögu Vals og fáein atriði. er snerta félagið. Fyrstu þrjú starfsár Vals liðu þannig, að ekki var liáð opinber keppni við önnur félög. Síra Fr. Fr. stjórnaði æfingum, er hann fékk því við komið, og tóku liðs- menn Vals geysimiklum fram- förum á þessum árum. Háðu þeir mánaðarlega kappleika síðara hluta sumars, en jafnan aðeins við Hvat. Haustið 1914 stóðust Valsmenn þó ekki lengur mátið, heldur réð- ust í að keppa opinherlega við knattspyrnufélagið Fram. Var síra Friðrik þá erlendis. Úrslit urðu þau, að Fram vann með 3: 2. Þótti Val takast vonum framar í leiknum, þvi að Fram var talið mjög dugandi knattspyrnufélag. Vorið 1916 hélt Valur liátíðlegt 5 ára afmæli sitt og gekk um sama leyti í íþróttasamband ís- lands. Hefir félagið síðan jafnan tekið þátt í knattspyrnumótum i Reykjavík, er það liefir liaft ástæður til þess. I ágústmánuði 1916 var stofn- uð yngri deild innan félagsins með 13 ungum drengjum. Þessi nýbreytni var í raun og veru nauðsynleg, enda hefir síðan komið á daginn, að hennar vegna er Valur orðinn jafn öflugt félag og raun ber vitni. Hljóta og allir að skilja, að hver sá íþróttafélags- skapur, sem ekki yngir sig upp á þennan hátt, lilýtur að eiga fyr- ir sér að lognast út af fyr eða síðar. Má sjá af heimildum, að Valsungar væntu sér brátt mikils af liinni nýju deild, sem kölluð var „Yngri Valur“, og virðist þannig i fyrstu hafa verið skoð- uð sem eins konar hróðurfélag, en ekki deild i Val. Knattspyrnumótin í Reykjavik voru um þessar mundir haldin að tilhlutun einstakra knattspyrnu- félaga, er gefið liöfðu gripi til þess að keppa um. Eignaðist það félag, sem gefið liafði grip þann, er um var kept á mótinu, allan ágóðann, sem af þvi varð. Höfðu félögin ærnar tekjur af þessu, því að mótin voru þá yfirleitt mjög vel sótt. Varð Val nokkurt tjón að því, að hann liafði lengi vel ekki forstöðu fyrir neinu knatt- spyrnumóti. En þetta breyttist við það, að Egill kaupm. Jacobsen, sem unni knalttspj'Tnuíþróttinni mjög, gaf félaginu 30. júni 1917 verðlaunagripinn, íslandshornið. Skyldi árlega kept um þann grip og Valur sjá um þau mót. f úrvalsliði islenskra knatt- spyrnumanna, er kepti við Aka- demisk Boldklub frá Khöfn hér í Reykjavík sumarið 1919, voru tveir menn úr Val, þeir Magnús Guðbrandsson, bókhaldari, og Stefán Ólafson, sem andaðist ár- ið 1927. Voru þeir báðir afbragðs knattspyrnumenn. Egill Jacobsen sýndi Val enn á ný mikla rausn vorið 1919, er hann gaf félaginu 200 krónur fyr- ir nýjan vei}ðlaunagrip, og átti 1. aldursflokkur Vals að sjá um þau mót, er kept væri um þennan grip og eignast ágóðann af þeim. Hafði knattspyrnufélagið Fram þá unnið íslandshornið til eignar. En því miður hætti 1. fl. Vals um þær mundir að keppa opin- berlega. Aftur á móti tók 2. fl. nú að láta talsvert til sin taka. Á næstu þrem árum tekur hann þátt í flestum knattspyrnumótum og reynist mjög sigursæll. 3. flokks lið (12—15 ára drengir) var um þessar mundir ekkert í félaginu, en Væringjar höfðu 3. fl. lið, og voru þeir í handalagi við Valsunga um þátttöku í kapp- leikjum, enda voru hvorir tveggja deildir í K.F.U.M. Um 1922 tekur yngri deild Vals forustuna í félaginu, og gerist Frh. á bls. 45. II. flokkur 1926.

x

Valur 25 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valur 25 ára
https://timarit.is/publication/624

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.