Valur 25 ára

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Valur 25 ára - 11.05.1936, Qupperneq 31

Valur 25 ára - 11.05.1936, Qupperneq 31
1 911 — 1 9 3 6 VALUR 25 ÁRA 31 Isafjarðarför III. flokks 1935 Eftir AXEL PORBJÖRNSSON. Þriðjudaginn 23. júli sumarið 1935 fór III. fl. Vals með Es. Gull- foss, til ísafjarðar. I ferðinni voru 14 drengir á aldrinum 11— 14 ára, og fararstjóri. Það var knattspyrnufél. Hörður á ísafirði, sem hafði verið svo rausnarlegt, að bjóða okkur. Ferðin vestur gekk vel, lítið um sjóveiki og ágætis veður. Við komum til Isafjarðar um hádegi þann 24. Þar tóku þeir á móti okkur Karl Bjarnason og Jón Al- berts, og var okkur skift niður á heimili þau, sem við áttum að dvelja á, meðan við vorum á ísa- firði. Þar sem flestir af okkur voru þreyttir eftir ferðina, var lítið að- hafst þennan fyrsta dag; þó fór- um við um kvöldið að slcoða völlinn, og leist okkur vel á hann. Völlur þeirra Isfirðinga var áð- ur fyr mjög ósléttur og slæmur, en nú hafa þeir lagað hann afar mikið. Mér var sagt, að öll vinna, sem unnin hafði verið við hann væri þegnskylduvinna, og er það lofsverður áhugi, sem þar hefir verið að verki. Fimtudaginn 25. notuðum við til þess að skoða bæinn. Um kveldið kl. 8 var kapp- leikur. Þeim leik töpuðum við með 3: 2. Leikurinn fór mjög vel fram, en heldur þótti okkur Vals- mönnum sárt að tapa, — en hvað um það; Isfirðingarnir áttu alveg eins skilið að vinna, þvi að leik- ur þeirra og framkoma var í allr staði hin besta. Um kvöldið var okkur haldið samsæti á Hótel Brúarfoss. Þar var kaffi drukkið og ræður haldnar, og slcemtum við okkur prýðilega. Föstudaginn 25. júlí var farið í skemtiferð inn i Tungudal. Auk okkar Valsmanna voru með i ferðinni Helgi Guðmundsson, for- maður Harðar, og Ágúst Leós, og margir drengir frá ísafirði. Á leiðinni komum við í skíðaskála þeirra Isfirðinga, og skoðulðum hann. Hann er frekar lítill, en mjög vistlegur. Eins og flestum er kuimugt, er skíðaíþróttin uppá- lialds-íþrótt ísfirðinga, og eiga þeir marga góða skiðagarpa, enda skilyrði mjög góð til skíða- ferða þar. Á leiðinni heim kom- um við i sumarhústað, sem Helgi Guðmundsson á, og fengum við þar kaffi og lcökur. Á meðan við stóðum þarna við, skemtu nokkr- ir isfirskir skátar okkur með skátasöngvum. I hæinn komum við kl. 6 um kvöldið, og hafði ferð þessi verið i alla staði hin besta. Laugardagurinn 27. júli var síðasti dagurinn okkar á Isafirði, því daginn eftir áttum við að leggja á stað heim. Veður var frekar leiðinlegt þennan dag; þó batnaði þegar á daginn leið. Um kvöldið kl. 8 var háður síð- ari kappleikurinn, og fór nú enn ver en áður, því nú töpuðum við með 2: 0. Heldur vorum við nú súrir á svip, þegar við fórum út af vellinum. En það var samt ekki lengi; við vorum ánægðir yfir því, að við, að allra dómi, höfðum leikið vel og drengilega, og það var okkur fyrir mestu. Isfirsku drengirnir komu vel og drengilega fram, eins og i fyrri leiknum. Um kvöldið var okkur svo lialdið skilnaðarsamsæti á Hótel Uppsalir. Fyrst var kaffisam- drykkja, og voru margar ræður haldnar. Siðan var dansað til kl. 3. — Þetta síðasta kvöld, sem við áttum með okkar ísfirsku vinum, var í alla staði liið ánægjuleg- asta. Sunnudagurinn 28. júlí rann upp bjartur og fagur. Vera okk- ar á ísafirði var nú að enda. Um horð í Gullfoss áttu allir að vera komnir kl. 1. Um leið og skipið fór frá bryggjunni, hróp- uðum við ferfalt liúrra fyrir Isa- firði og ísfirðingum og árnuðum þeim allra heilla, en ísfirsku vin- irnir svöruðu með þvi að lirópa ferfalt húrra fyrir Val. Skipið leið hægt út fjörðinn; Isafjörður fjarlægðist sjónum okkar hægt og hægt. En eitt er víst, að sú liugsun hefir áreiðan- lega verið efst í hugum okkar allra, að gaman hefði verið að vera, þó ekki væri nema einn dag lengur með kunningjunum á ísa- firði. Ferðin heim gekk ágætlega; við komum til Reykjavikur um miðj- an dag þann 29. júlí. Þessi ferð okkar var í alla staði hin besta og hefir áreiðanlega verið öllum, sem þátt tóku í henni til gagns og ánægju. Eg vil að endingu þakka öll- um þeim, sem gerðu dvöl okk- ar á ísafirði svo ánægjulega, sem hún var, og þá sérstaklega þeim formanni Harðar, Helga Guð- mundssyni, Karli Bjarnasyni og Frh. á bls. 33. III. flokkur 1934.

x

Valur 25 ára

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valur 25 ára
https://timarit.is/publication/624

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.