Valur 25 ára - 11.05.1936, Side 36

Valur 25 ára - 11.05.1936, Side 36
36 VALUR 25 ÁRA 1911—1936 Tékkanna, enda unnu þeir með 4:1. Ekki gátum við yfirgefið Dram- men án þess að skoða pappírs- verksmiðju, sem Norðmenn eiga svo mikið af, og ennfremur íþróttahöllina, sem er stór bygg- ing við hlið íþróttavallanna. Kl. 4 um daginn er ákveðið að halda af stað til Osló. Jensrud var kominn til þess að kveðja okkur. Allir söknuðum við þess að þurfa að skilja við hann. Hann hafði reynst okkur sannur vinur, meðan við dvöldum í Drammen, og gefið okkur ráðleggingar við- víkjandi dvöl okkar i Osló. Eftir stundar ferð rennur lest- in inn á járnbrautarstöðina 1 Osló. Þar var tekið á móti okk- ur af mönnum frá Váleringen, og Vilhj. Finsen, sem fylgja okkur til hotelanna, er við skyldum búa á. Þessi laugardagur var enginn venjulegur dagur lijá Oslóbúum. Það var byrjunin á miðsumar- hátíðinni. Sunnudagurinn rann upp. Við áttum að keppa við Válerengen kl. 3 um daginn. Hitinn er 34 stig! Það bætti þó úr skák, að völlur- inn var malarvöllur, og kunnum við mun betur við okkur þar, enda álitu blöðin, að jafntefli hefði verið sanngjarnt og 2 mörk- in „gefin“. Þó urðum við að sætta okkur við 5: 3 ósigur. Það var „Midsommerfest“ (St. Hans kvöld). Alstaðar var líf og fjör. Þó var þjóðlegustu skemt- unina að liafa í „Bygdojs“. Var þar saman kominn mikill mann- fjöldi, á veitingastað einum und- ir berum himni, sem lá alveg nið- ur við logntæran Oslófjörðinn. Meðfram öllum firðinum, svo langt sem augað eygði, voru tendruð bál. Þar á meðal eitt, sem komið var fyrir á fleka, rétt við veitingastaðinn. Það vaggaði rólega á öldunum frá vélbátun- um, er ösluðu með fólkið fram og aftur, og varpaði ævintýra- bjarma á fólkið, sjóinn og skóg- inn. Stórfeldir flugeldar liðu upp í loftið umhverfis fjörðinn og settu sinn svip á kvöldið. Það til- heyrði miðsumarkvöldinu. Fleiri leikir liöfðu ekki verið ákveðnir í Noregi, en ákveðið var ða bíða eftir að landskappleikur Norðmanna og Þjóðverja færi fram 27. júní; enda vorum við boðnir þangað af norska knatt- spyrnusambandinu. Var þessi tími notaður til að skoða það merkilegasta, eftir því sem timi vanst til. Með þvi fyrsta, sem við Sveinn Björnsson sendiherra. skoðuðum í hinni fögru Osló- borg, var hin fræga Holmenkol- len-skíðastökkbraut. Þaðan er ljómandi útsýni yfir Osló og Os- lófjörðinn, með sínum mörgu eyjum og kappsiglingasnekkjun- um, sem liða i hlýjum sumar- blænum fram og aftur, fyrir þöndum seglum. Við heimsóttum baðstaðina, og féll lífið þar vel. Skip Amundsen’s „Fram“, og þjóðm.injasafnið í Bygdoj veitti okkur mikla skemtun og fróðleik. Þar er kirkja, stafkirkja, og heil kirkjusókn af húsum frá 11. og 12. öld, svipaðrar tegundar og forfeður vorir notuðu og bjuggu í, með tilheyrandi húsmunum. Víkingaskipin, sem fundist hafa í Noregi, voru þarna rétt hjá. Þau fengu mann til að láta hug- ann hvarfla til landnemanna og víkinganna okkar, og maður fyltist nýrri lotningu og aðdáun fyrir þeim, þegar maður bar sam- an farkostinn þá og nú. Einnig var þar vinnustofa Ibsens, eins og þegar hann skildi við hana, þjóðþingssalur frá 1814 o. fl. — Ef skrifa ætti nákvæma lýsingu á safni þessu, yrði hún mörg bindi. Við skoðuðum skemtigarða, íþróttavelli og minnismerki, svo sem Vigelands monolith, sem á að verða saga Noregs i myndum. Það er 18 m. liátt, en er því mið- ur ekki fullgert enn. Steinninn i það var sóttur að landamærum Svíþjóðar. Það er áætlað, að verkið kosti, fullgert< 12 milj. kr. Það hefir verið 5 ár i smíðum og verður 4—5 ár enn. Sundhöllina i Torvgatensbad var okkur boðið að skoða, og fengum við að reyna hana líka. Ennfremur var okkur sýnd höll- in hátt og lágt; það er mjög merkileg bygging. Er rafmagn notað þar til liitunar vatnsins, því þeir liafa ekki lieitar uppsprett- ur, eins og við. Bygging þessi kostaði 6% milj. króna. Vilhjálmur Finsen, sem liafði verið okkur hjálplegur á ýmsan liátt, bauð okkur heim til sín, og dvöldum við þar lieilan eftir- miðdag í góðu yfirlæti við veit- ingar og fjörugar samræður. Heimili þeirra hjóna og viðmót í alla staði, gleymum við seint. Nú er sá langþráði dagur lcom- inn. Noregur og Þýzkaland keppa á Ullevál. Leikurinn er vel leik- inn og drengilegur af beggja hálfu. Þjóðsöngvarnir eru leikn- ir og fólkið tekur undir og syng- ur, 20.000 þús. manns! Þýzk flug- vél, alsett merkjum Þýzlcalands, líður yfir völlinn í byrjun leiks. Bending til Þjóðverjanna að muna gamla Þýskaland, og eggj- un! Þjóðverjarnir setja mark. Kortér líður. Norðmenn jafna, og þannig lauk þessum leik 1:1. Fjórða jafnteflið í röð, milli þess- araþjóða! Fyrir þeim Valsmönn- um, sem voru boðsgestir Norska knattspyrnusambandsins þennan dag, stendur þessi leikur lengi ljóslifandi. Framh. á bls 42.

x

Valur 25 ára

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valur 25 ára
https://timarit.is/publication/624

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.