Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 4

Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 4
bandarísku stjórnarinnar og manndóms- skort þeirra, sem stjórna í nafni okkar. Stundum verður manni á að hugsa, hvort þeim mönnum muni vera sjálfrátt, sem ætla okkur að meðtaka það sem skynsemi, að það að selja sóma þjóðarinnar, sé afsakan- legt og hættulaust, aðeins ef kaupandinn er Bandaríkjastjórn. (Það má segja, að ekki liafi lieldur staðið á borguninni. Hverju sinni, sem gefið hefur verið eftir við liina bandarísku áleitni, liefur greiðslan komið samdægurs, lient í hausinn á sómalausum valdamönnum íslenzku þjóðarinnar). Sæmd íslendinga hefur farið fyrir lítið; það er sannleikur, því miður. Það er gengið til verks af nákvæmni og harðfylgi að slæva metnaðartilfinningu okkar. Það gleymist jafnvel að geta um merkisdaga, ef þeir liggja á leið sjálfstæðisbaráttunnar. Vígorð gamla tímans eru talin fyrirlitleg hreystiyrði. Engu tækifæri er sleppt til að draga athyglina frá hinni auðveldu og auvirðilegu leið, sem nú er haldin til hnignunar og útþurrkunar. Á liinn bóginn er svo hver smuga notuð til að efla matarástina á varnarliðinu; allt er gott sem gerir það. Jafnvel blóðgjafir teljast til sérstakrar góðmennsku, ef varnarliðið lætur þær af hendi. Vesturheimsk forheimskun hefur löngum verið undrunarefni menntuðum Evrópu- mönnum. Nú fá Evrópuþjóðirnar að kynn- ast henni af eigin raun. Með hverjum korn- sekk, sem fluttur er inn frá Ameríku, kem- ur ákveðið magn af henni. Stríðið gegn skynseminni er nauðsynlegur undanfari annars og meira. Vinnist það ekki, er lítil von um sigurmöguleika á öðrum vettvangi. Hver vill trúa því, að Evrópuþjóðirnar lúti niður á menningarlegt þroskastig Ameríku? Ekki ég, ekki þú, af því að við óskum heim- inum framfara og góðs farnaðar, sem Amer- íka getur því miður ekki veitt honum, af því að hún er þiggjandi en ekki veitandi í menningarlegu tilliti. Við vonum að sá bikar fari fram hjá okk- ur, að við leiðumst til trúar á vesturheimska forheimskun. Við höfum trúað á mannvitið og biðjum urn sigur því til lianda. Fyrsti faglærði kvengullsmiðurinn á íslandi Viðtal við frú Asdisi Sveinsdóttur Thoroddscn Ásdís lauk prófi í gullsmíði á s.l. vori. Hún er fædd 18. marz 1920, dóttir lijónanna Halldóru Jónsdóttur og Sveins Guðmundssonar járnsmiðs, Bárugötu 14, Reykja- vík. Hún tók gagnfræðapróf 1935 en byrjaði ekki í gull- smíðinni fyrr en 1946. Ásdís er gift Sigurði Tliorodd- sen verkfræðingi og eiga þau tvö börn, 2 ára og 1 árs. í tilefni af því að fyrsta íslenzka konan lýkur tilskyldum prófum í gullsmíði, þótti ekki úr vegi að leyfa lesendum Melkorku að kynnast þessari ungu dugnaðarkonu, ef það mætti verða öðrum konurn hvatning að sér- mennta sig, þó að lijónabandið væri fram- undan eða jafnvel orðið að veruieika. Að vísu er nám við slík skilyrði mikið erfiði og miklu meira erfiði en vera þyrfti, ef þjóð- félagið liti konurnar ekki hornauga, ef þær liugsa til annars en heimilisstarfa. Og í því mun m. a. liggja ein megin ástæðan til þess, hversu fáar konur brjóta hin óskrifuðu lög almenningsálitsins: að konan skuli vera inn- an heimilisveggjanna, hvort sem henni líkar betur eða verr. Það er þó margsannað, að 30 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.