Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 12

Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 12
að við stöndum áreiðanlega, hvað heimilis- tækni almennt og heimilismenningu snert- ir, Frökkum miklu framar. En París er allt- ai París með andrúmsloft hinnar ódauðlegu listar. Vonandi getur við íslendingar haldið áfram að sækja okkar menntun þangað eins og við höfum lengi gert. Hvað segirðu svo um París sem háborg tizkunnar? í nemendahverfum borgarinnar ber lítið á liinni glæsilegu og rómuðu tí/.ku Parísar- borgar, en einu tekur maður strax eftir, hvað unga franska stúlkán getur klætt sig smekklega fyrir litla peninga. Parísarstúlkan virðist gæta þess hvort sem hún er fátæk eða rík að klæðast rétt eftir umhverfi sínu, þær liafa auga fyrir smekklegu litavali og föt þeirra eru alltaf fallega sniðin, þótt þau séu einföld og látlaus. Skrautlegan íburð og útflúr í klæðaburði forðast þær eins og lieit- an eld. En í auðmannahverfunum má sjá konur yfirstéttarinnar klæddar ávallt eftir nýjustu fyrirmælum hinnar rómuðu París- artízku og margir tízkuteiknarar Frakka eru frægir listamenn. Að síðustu ein spurning: Hvernig finnst þér Reykjavíkurstúlkan klœdd? Hún er áberandi betur klædd en annars staðar sem ég hef komið — en hún á eftir að læra margt af Parísarstúlkunni. Þ. V. Veggteppi Eftir Sigrúnu Ólafsdóttur OlfHAFHJArTAUi Twn»w T • < r, n «R| rtjÝT ^T’Wm AWDA | TCSSUM: ORWT ; CF CK Ék fel *vi HAFA Myndir úr refli eftir Sigrúnu Ólafsdóttur, BarmahliÖ >5, Reykjavik. Allur er refillinn um 4 m á lengd og 55 cm á breidd. Myndirnar eru úr Sturlungu og hefur Sigrún einnig teiknað fuer. Eru myndirnar alls S. Þœr, sem liér birtast, eru: I.—2. úr Þorgils sögu og Hafliða. 5. úr Sturlufirctti. Súlurnar á milli myndanna eiga aÖ tákna öndvegis- si'ilurnar. Talið frá vinstri sýna þœr Freyju, nrcst Loka, f>á Frey og siðast Heimdall. A reflinum er glitsaumur yfir 2 þraöi. BandiÖ er islenzkt i gulum, rauðuni, grcenum, bláum, bldgráum og brúnum lit. Sýnir pessi refill að ekki er nauösynlegt að likja efti tepþum á ÞjóÖminjasafninu til þess aö fá fallega lianda- vinnu. Er gotl til þess að vita, að islenzliar konur get veriÖ frumlegar, nú eins og fyrr, eins og handavinnan á ÞjóÖminjasafninu ber vott um. m m mimFi J KUWWU MES ÝMSU MÓT t AT UITft trrtR iSTUM. AFT 38 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.