Melkorka - 01.10.1951, Síða 21

Melkorka - 01.10.1951, Síða 21
aðrar þekkjum við ekki ennþá. Og það, sem við þekkjum ekki, nefnum við yfirnáttúr- legt. Sjálfur hef ég aldrei séð óorðin atvik, en aðrir iiafa séð þau í sambandi við mig. Sömu sögu hafa eflaust fleiri læknar að segja, einkum sveitalæknar. Mikil fjarlægð, löng bið. Löng bið, vaxandi ótti. Vaxandi ótti, meiri líkur tii ofsjóna. Sá, sem menn þrá meir en vanalega eða óttast meir um en vanalega, hann kemur aldrei nógu snemma. Og svo framkallar ímyndunin komu lians, svo að menn lieyra hljóð, sjá sýnir. Hann verður þannig sjálfs sín fyrirrennari. Það hvín í hjólum, dyrabjöllunni er hringt, það er tekið í hurðarsnerilinn ... Ég get full- vissað þig um, að ég hef ekið sem bjargvætt- ur upp að mörgum bóndabænum á sömu stundu og ég sjálfur Iiossaðist enn á vagnin- um mínum í hríðarbyl liálfa mílu frá áfangastaðnum. Varaðu þig, karl minn. Þú veizt ekki hvern þú liefur hjá þér í kvöld, hvort það er ég eða aðeins skugginn minn. Þá drekk ég ykkur báðum til. En nú er bezt að ég komi mér að efninu, sagði læknirinn. Nú er langt um liðið. Það var nokkrum árum eftir að ég kvongaðist. Ég líjó, eins og þri veizt, rétt lijá Salems kirkju í þá daga, og prófasturinn var eini nágranni minn. Ég get aldrei farið um jress- ar slóðir án þess að finna til leynds sársauka. Mér fannst, að Jrað væri ekki til fegurri stað- ur á jarðríki, er við stóðum livort við ann- ars lilið, konan mín og ég, og horfðum á sjóinn og akrana. Á ströndinni var kirkjan, snjóhvít og svört turnspíran gnæfði yfir iðja- grænum ökrum. Bústaður okkar — sem nú er ekki lengur tii — var falinn í laufþykkni. Vagninn minn var fyrir utan liliðið og þaðan voru aðeins nokkur skref upp á svalirnar. Það eru alitaf þessar svalir, sem ég sé, er ég sé konu mína. Hún féll svo vel við villivínviðinn. Mikla, jarpa hárið liennar og öll gulu og rauðu irlöðin í kringum það komu mér oftar en einu sinni til að óska þess, að ég kynni ekki síður að handleika málarapensil en skurðar- lmíf. Hún var lítið, gott og lífsglatt barn með stór, einarðleg augu — á meðan hún enn var lieil heilsu. ]á, þú manst vel eftir lienni. Hún var glöð og mikið fyrir sam- kvæmi, en hún varð löngum að vera ein. Ég liugsaði um jretta öðru lrverju, en þessn varð ekki breytt. Ég varð að sinna sjúklingum mínum, og oft tók jrað lieilu dagana ef ekki lengri tíma. Hin löngu vetrarkvöld, þegar ég var ekki heima, hafði hún sannast sagt ekki í annað hús að venda en tii prestsins, og það var ekki nóg fyrir unga, blóðríka konu með hennar skaplyndi. Hún tók að leggja af og varð óstyrk á taugum, og jreir dagar komu, að mér varð ekki rótt. En sjálf hratt hún öllu Jressu frá sér, og ég hafði sem sagt öðru að sinna, og maðurinn er rnaður, liann lifir ekki af ást einni saman. Þegar ég kom heim, var ég auðvitað þreyttur, hafði líka mínar starfsáhyggjur, alit var í ólestri í heilbrigðismáium sveitarinnar, þegar ég tók við starfi, fyrirrennari minn hafði vanrækt herfilega starf sitt seinustu árin, og nú komu syndir Iians niður á mér. En ég var ungur og jrrekmikill, svo að allt blessaðist Jretta. En friður var enginn. Alltaf var verið að kalia mig til sjúklinga. Það er frá þeini tíma, sem ég lief fórstofubjölluna í eyrunum. Ég heid að konan mín hafi aldrei liatað neitt eins og þessa bjöllu, og hefði hún mátt ráða, hefði hún vafalanst skorið á strenginn og látið sjúklingana eða lroðberana eiga sig jrar, sem jreir voru komnir. Hún var grimm, Jrví að hún elskaði. Það er eins og þú sért giftur allri sveit- inni nema mér, var hún vön að segja. Ég lief aldrei ráð á þér. Ég vildi óska að ég yrði veik sjálf, verulega sjúk, svo að þú yrðir að vera kyrr heima. Á næsta augnabliki baðst hún grátandi fyrirgefningar á þessu heimskutali sínu. Og viku síðar var hún á þönum milli sjúkra og fátækra, svo að við lá að ósk hennar yrði uppfyllt og Inin legðist í rúmið. Hún gat ekki ratað neitt meðalhóf. Svona var Inin í ást sinni og einnig í hús- vJ O MELKORKA 47

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.