Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 15

Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 15
3. mynd. um. Margur mun kannski hugsa: til hvers er að liafa þessar mjög sveigðu lappir? Það er síður en svo, að þær séu þannig mótaðar til þess eins að vera frábrugðnar öðrum löppum. Þær liafa sínu ákveðna hlutverki að gegna. Hin mikla sveigja gerir það að verkum, að lapp- irnar verða mjög fjaðurmagnaðar, til þess að þær geti samlagazt ójöfnum gólffleti. Stóllinn var notaður jafnt úti sem inni. Með gufubeygingu var liægt að ná þessari rniklu sveigju, án þess að rvra styrkleika viðarins. Næst taka Rómverjar við, en hjá þeim gætir engrar nýsköpunar, vegna þess, að vald þeirra byggðist cin- göngu á lögum, verkfræði og hernaði. í list og fínna handverki voru þeir mjög ósjálfstæðir. Skraut- og list- munir voru fluttir heim, sem herfang, frá þeim lönd- um, sent Rómvcrjar herjuðu. Til Grikkja var sérlega mikið að sækja. En í eftirlíkingum Rómverja af ráns- fengnum hvarf alveg hin einfalda og konstruktiva feg- urð, sem felst í hinni hreinu línu og eðlilega formi, sem voru einkennandi fyrir grískan listiðnað. Rótnverjar gerðu muni, sem voru yfirhlaðnir af alls konar skratui og útflúri — greinilegt dæmi um óhófslifnað þeirra. Og áhrifa þaðan liefur því miður gætt, livað eftir annað, öld fram af öld. Eftir fall rómverska ríkisins um 500, J^cgar hinir miklu Jijóðflutningar áttu sér stað, kemur timabil. sem heimildir eru mjög óljósar um. Sífelld stríð geisuðu um Evrópu. A þessu tímabili myndaðist sterkt vald, Jrar sem var hin rómversk-kaþólska kirkja, en áhrifa hennar gætir Jjó ekki að verulegu leyti fyrr en um 1000. Með henni skapaðist rómanski stíllinn, og síð- an liefur þróuninni miðað óslitið áfram í Evrópu. Rómanski stíllinn breiddist út um alla Evrópu, með kirkjuvaldinu, alla leið norður til íslands. Á 5. mynd sjáum við kistu frá tólftu öld. Skreytingin er einkenn- andi fyrir rómanska tímabilið, Jrar sein hin rómanska kirkjuhvelfing var hið allsráðandi mótív, Með rómanska tímabilinu fara kröfurnar um geymzlupláss fyrir klæðn- að og annað að sýna sig greinilegar, og eru rómönsku kisturnar upphafið á skápum og skúffum, sem við ger- um kröfu til nú á tímum. Á 6. mynd er stóll, smíðaður og skorinn af Benedikt Narfasyni, um 1550, og er úr Grundarkirkju í Eyjafirði, nú á Þjóðminjasafni Dana. Maður sér greinilega rómanska stílinn í skreytingu hans, Jrar sem allt er bogamyndað. Þó sjást áhrif frá víkingaöldinni, drekamynstrið. sem var einkennandi fyrir Norðurlandabúa. Á seinni hluta tólftu aldar kemur fram algjörlega nýr byggingarmáti í Norðui-Frakklandi. Með honum skapast gotneski stíllinn. Orðið gotneskur var upphaf- iega skammaryrði, sem Norður-ítalir mynduðu, því að þeir viðurkenndu aldrei gotneska stílinn. í þeirra aug- um voru þjóðir norðan Alpanna barbarar eða gotar. Þessi stíll varð til í Norður-Frakklandi, eins og áður segir, og Jrví er langt frá að Gotar séu upphafsmenn hans. Þar gildir hið sania og um rómanska stílinn, allt vald og öll menning kom frá kirkjunni og Jress vegna var kirkjubyggingin tekin til fyrirmyndar, þegar hand- verksmaðurinn smlðaði og skreytti Jrá hluti, sem frá honum komu. Á 7. mynd sjáum við sérlega gott dæmi um gotneska stílinn. Gotneska kirkjuhvelfingin er alltaf aðaluppistaðan í skreytingunni. Um 1150 hefst mikil gullöld á Norður-Ítalíu. Það tímabil er kallað renessance, sem þýðir endurfæðing. Norður-ítalir höfðu mjög víðtæk viðskipti, aðallega við Litlu-Asiu. Borgara- og verzlunarstéttin losuðu sig smám saman undan oki kirkjuvaldsins, urðu sjálfstæð- ari í skoðunum og gcrðu meiri kröfur til hins daglega lífs. Það setti sinn sterka svip á heimilin, húsgögnin urðu íburðarmeiri. Með auknum kröfum verður liand- verksmaðurinn að leggja sig meira fram. ítalir fóru að veita rómversku fornleifunum meiri athygli, og það sýnir sig glöggt í allri byggingu húsgagna frá því tfma- bili. Á S. mynd er ítalskur skápur, smíðaður h. u. b. 1550. Maður sér glöggt áhrif gömlu rómversktt bygging- arlistarinnar. Renessancinn breiddist ört út um Evróptt og varð alls ráðandi. En hvert land út af fyrir sig mót- aði sinn sérstaka stíl — innan renessancins. Kringum 1600 er ríkidæmi valdastéttanna á Norður- Ítalíu orðið gífurlegt. Þær lcitast við að gera húsgögn og innanstokksmuni skrautlegri og ílnirðarmeiri og taka upp það óhóf í skreytingu, sem var einkenni seinni tíma Róma- ríkisins. Þar skap- aðist sá stíll, sem nefndist barok. Orðið barok var í fyrstu háðsyrði, vegna Jress að öll- um almenningi Jrótti nóg um skrautið. Baroks- stíllinn breiddist einnig út um Ev- rópu og mótaðist eftir getu og kröf- 4. mynd. MELKORKA 41

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.