Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 28

Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 28
Nýjar góðar bækur frá ísafold Rit Kristínar Sigfúsdóttur I—III I ár lauk útgáfu allra verka Kristínar Sigfúsdóttur, en rit hennar hafa verið ófáan- leg nú um nokkurt skeið. Efni fyrsta bindis er að ínestu óprentað áður, hernsku- minningar og sagnir um gamla sveitunga skáldkonunnar. í öðru bindinu eru skáld- sögur hennar báðar, Gestir og Gömul saga, en í þriðja bindinu Sögur úr sveitinni, Tengdamamma, Óskastundin og ýms fleiri hrot og sögur. „Svo líSa tregar" eftir Huldu Þessi bók hefur að geynia síðustu kvæði Huldu, en hún var ein af vinsælustu skákl- konum Islands. Dalalíf V„ eftir GuSrúnu frá Lundi Síðasta bindi þessarar vinsælu ættarsögu kemur út fyrir næstu jól. Fáir sagna- hálkar hafa orðið vinsælli en Dalalíf, eftir skagfirsku bóndakonuna Guðrúnu Árna- dóttur, enda hefur Dalalíf verið metsölubók frá því fyrsta. Roðasteinn lausnarinnar, eftir Önnu Z. Ostermann Anna Z. Ostermann hefur dvalið langdvölum hér á landi, er sænsk að ætt, en tekið ástfóstri við ísland og íslenzk málefni. Hún tileinkar þessa bók sína íslenzkum kon- um, sem eru frásagnir úr menningarsögunni. Skarplega og skemmtilega rituð l>ók. Helga Sörensdóttir, ævisaga, skráð af Jóni Sigurðssyni frá Yztafelli Ævisaga þingeyskrar konu, sem nú hefur lifað rúmlega 90 ár. Sagan hefst, að forn- um íslenzkunt sið, á því, að sagt er frá ætt liennar og þeim sögnurn, sem hún nam af foreldrum sínum og afa. Saga Helgu Sörensdóttur er baráttusaga fátækrar bónda- konu, en tim leið sigursaga allra þeirra mörgu kvenna, sem hafa búið við lík kjör og hún. Herborg á Heiði, eftir Guðbjörgu frá Broddanesi Guðbjörg Jónsdóttir frá Broddanesi vakti strax athygli með fyrstu hók sinni „Garnlar glæður", sem voru frásagnir um æskuheimili hennar og umhverfi. Herborg á Heiði er skáldsaga úr sveitinni, vel rituð og með fjöruga atburðarás. Kemur út á 80 ára afmæli höfundarins, 11. okt. n. k. Bókaverzlun ísafoldar

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.