Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 9

Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 9
það eru barnshafandi konur. Þegar kona, er vinnur utan heimilisins, á von á barni, fær hún 6 vikna frí frá störfum fyrir fæðingu og (5 vikna frí eftir fæðingu, á fullum launum. Þessi regla gildir hjá öllum ríkisfyrirtækj- um. Auk þessa fær hún styrk til klæðiskaupa á barnið ásamt styrk til kaupa á þeirri fæðu, sem talin er nauðsynleg henni og barninu. Á þetta við þær fæðutegundir, sem hörgull er á eins og t. d. lýsi. Þegar 6 vikur eru liðn- ar frá fæðingu, getur móðirin liafið vinnu á ný, því hin fullkomnustu barnaheimili hafa verið byggð, og er geysimikil áherzla lögð á, að aðbúnaður barna þar sé hinn fullkomn- asti, þvottur barnafata og önnur hirða fer franr á barnaheimilunum, svo móðirin þarf ekki að eyða frítíma sínum til þvotta og slíks, heldur gerir henni fært að sinna barni sínu á Jrann hátt, sem henni líkar. Þar að auki fær hver gift kona, hvort sem hún er móðir eða ekki, frí einn dag í mánuði, á fullum launum, til þvotta og hirðingar á heimili sínu; er sá dagur nefndur þvotta- dagurinn. Innheimta skatta og opinberra gjalda, af hjónum, fer fram á þann Iiátt, að hvor aðil- inn fyrir sig greiðir mánaðarlega af eigin tekjum. Eigi hjónin barn eða börn, lækka skattarnir, og fellur þá hinn lækkandi skatt- ur í hlut því hjónanna, sem lægri launin hef- ur, eins er ef um ógiftar mæður er að ræða. Þeir, sem njóta mestra sérréttinda í al- þýðuríkjunum, eru börnin, hin komandi kynslóð, og ekki yrði ég undrandi, Jró að margri móðurinni vöknaði um augun, við að sjá þá aðbúð og aðhlynningu, sem Jrau búa við þar, og vissuna um, að þetta væri það sem koma skal. I Austur-Evrópuríkjunum er öll áherzla lögð á upjjbygginguna, fjöldinn finnur að hún er fyrir hann gerð, og án hans verður hún aldrei framkvæmd. En til þess að frek- ari uppbygging geti átt sér stað, jrarf aðeins eitt, það er friður. í þeirri staðreynd liggur skýringin á hinni miklu friðarbaráttu, senr þar er háð. Að endingu vil ég hvetja allar íslenzkar konur, barna sinna og sjálfs sín vegna, að samfylkja sér um þá einu kröfu, sem allir ættu að vera sammála um, það er krafan um frið. Lára Helgadóttir. Við íslenzku Berlínarfararnir lögðum af stað frá Reykjavík, föstudaginn 27. júlí, áleiðis til Kaupmannahafnar, en þar dvöld- um við í 4 daga, áður en við lögðum af stað Sigurbjörg Guðlaugsdóttir til Berlínar, laugardaginn 4. ágúst, ásamt dönsku sendinefndinni. Var farið með járnbrautarlest til Gedser og á ferju þaðan ylir til Warnemúnde, og vorum \ ið Jrar með komin að hinu marg- umtalaða járntjaldi. Ekki er Jrví að neita, að ég steig á land í Warnemúnde með nokkurri eftirvæntingu. Bjóst ég hálft í hvoru við, að það yrði einhverjum erfiðleikum bundið að kornast inn fyrir tjaldið. En í stað tollskoð- unar og annars hreinsunarelds, sem alltaf og alls staðar vofir yfir ferðafólki, var okkur fagnað með söng, hljóðfæraslætti og þjóð- dansasýningum, rneðan farangri okkar var komið fyrir í lestinni, sem átti að flytja okk- ur til Berlínar. Þarna komu til móts við okkur fjórir túlkar, sem síðan fylgdu okkur MELKORKA 35

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.