Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 18

Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 18
Seize-stílnum til Empire-stílsins, má nefna listmál- arann David. Hann og hús- gagnameistarinn George Jacob höfðu með sér samvinnu. Seinna tóku tveir synir Jacolrs við fyrir- tækinu og 1804 gerðist yngri son- urinn einkaeig- andi. A Empire- tímabilinu var hann aðalfram- leiðandi fyrir 11. mynd. flestar hirðir á meginlandinu og um tíma hafði hann um 900 manns i þjónustu sinni. Empire-stíllinn breiddist út um allt meginlandið, aðal- lega þó innan konungshirðanna og valdastéttanna. En samhliða Empire-stílnum þróaðist hjá almúganum stíll, sem hafði mikið notagikli, og voru ensku húsgögnin höfð til fyrirmyndar. Seinni hluta 18. aldar eru Englendingar mjög fram- arlega í húsgagnaframleiðslunni. Þar má nefna menn eins og Robert Adams, Heppelwith og Thomas Scher- raton, sem allir tóku upp þá stefnu, sem Chippendale hafði markað. Og þá náði enska húsgagnaframleiðslan hámarki sínu, en hefur hrakað og er nú ekki fjölskrúð- ug- Því verður maður að gera sér grein fyrir, að þau stíltímabil, sem ég hef rakið hér, og húsgögnin, sem voru einkennandi fyrir þessar aldir, voru aðeins eign fá- mennra stétta, sem reyndu að skapa sér fburðarmikið umhverfi til þess að gefa í skyn, að þær væru yfir al- múgann hafnar. Húsgögnin, sem við sjáum hér á mynd- unum, voru ekki eign fjöldans. Sökum þess að alinúgan- um var haldið niðri, gátu valdastéttirnar veitt sér þenn- an íburð, og það er fyrst á okkar tfmum, að maðurinn er farinn að líta á húsgögnin frá þjóðfélagslegu sjónar- miði. 1 upphafi hvers nýs stíltímabils hefur Jjað alltaf verið föst regla, að fylgjendur þess hafa ráðizt á hið fyrra. En ekkert tímabil hefur orðið fyrir heiptarlegri árásum og meiri fyrirlitningu en það, er hófst kringum 1820. Maður gæti kallað það stílruglingstímabilið. Frumor- sök þess var að húsgögnin urðu meira en áður almenn- ingseign. Eftirspurnin varð meiri, framleiðslan örari og framleiðslumátinn breyttist. í upphafi 19. aldar tóku verksmiðjurnar og vélarnar meira og meira við a£ hand- verksmanninum. Hin síaukna tækni jók sambandið við umheiminn og það hafði líka mikil áhrif. Nýr heimur opnaðist fjiildanum, hann varð fyrir áhrifum frá mörg- um, fjarlægum löndum, svo að ekki var að undra þó að allt ruglaðist í einn hrærigraut. Framan af var tekið að líkja eftir sumuni undangengnum stíltímabilum, gotn- eskum stíl og rokoko blandað saman við Empire. Og kringum 1853 er renessansinn og barokinn líka tekinn upp. Að lokum var öllu þessu blandað saman, með svo- litlum austurlenzkum, einkum kfnverskum áhrifum. Ut- koman varð skelfileg. Þetta var hinn svokallaði klunku- stíll. Sterkustu einkenni klunkutfmabilsins var „nipsið". Það þótti ekki sómasamlegt heimili, sem ekki var yfir- hlaðið af postulínsfígúrum, hundum, hjarðmeyjum, kúm og kálfum og mörgu fleira, helzt tvennu af hvoru. Og þeir sem höfðu ekki efni á að kaupa hið dýra postu- lín, höfðu málaðar gipsfígúrur, eða jafnvel hertan papp- ír. Til frekari prýði og aukins rúms fyrir meira pírum- pár (krims krams) var fundið upp húsgagn, hinn svo- kallaði étagére (sjá 14. mynd). Og til þess að auka áhrif- in af krims-kramsinu var stundum settur spegill í þenn- an étagére, svo að maður sá allt tvöfalt. Heima fyrir gekk húsbóndinn með tyrkneskt höfuðfat, „fez“, og reykti persneska pípu; legubekkir og „chaisalongar" voru tímanna tákn. Allir veggir voru Jjaktir ljósmynd- um af ættingjum, í öllum miigulegum og ómögulegum stellingum og gerfum. Kögri og dúskum var komið fyr- ir á húsgögnunum, þar sem hægt var. Áklæðið var yfir- leitt rautt eða grænt flos. Dýrðin var alveg takmarka- laus. Því miður á Jietta tímabil mjög djúpar rætur hér á landi. Meðan klunkustfllinn var í algleymingi í Evrópu, voru Jjar til menn, sem reyndu að streitast á móti þessum fram úr hófi smekklausa tíðaranda. Ofan á allt annað bættist svo annað einkenni hans; léleg vinna. Einn Jjess- ara manna var Englendingurinn William Morris, upp- haflega skáld, en helgaði sig alveg listiðnaði. Margir andans menn á Bretlandi fylgdu honum. Framleiðslan, 12. mynd. 44 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.