Melkorka - 01.06.1953, Síða 3

Melkorka - 01.06.1953, Síða 3
MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjórn: Nanna Ólafsdóttir, ReykjahlíÖ 12, Reykjavik, simi 3156 • Svafa Þórleifsdóttir, Ránárgötu 19, Reykjavik Þóra Vigfúsdóttir, Þingholtsstrœti 27, Reykjavik, simi 5199 Útgefandi: Mál og Menning Alþjóðaþing kvenna í Kaupmannahöfn Dagana 5.—10. júní í sutnar verður haldið heimsþing kvenna i Kaupmannahöfn. Þing þetta er haldið á vegum Alþjóðasambands lýðrœðissinnaðra kvenna og verður þriðja alþjóðamótið, sem ALK gegngst fyrir. Þetta þing munu sitja um 900 fulltrúar frá 85 löndum, en að baki þessara fulltrúa standa 135 milljónir kvenna af ýmsum stétt- um, óliku þjóðerni og með mismunatidi skoðanir i trúar- og þjóðfélagsmálum. Þessir fulltrúar koma saman i sumar til þess að rœða hin margvíslegu vandamál sin, sem eru meðal annars: barátta fyrir jafn- rétti kvenna, launajafnrétti, vinnujafnrétti, bcettum lífskjörum og lífsöryggi barna og mœðra og siðast. en ekki sízt barátta fyrir heimsfriði. Þetta þing er einn þýðingarmesti liður- inn í baráttunni gegn hleypidómum og van- þekkingu. Þarna mœtast konur frá austri og vestri, konur frá Bandaríkjunum, konur frá Vestur- og Austur-Evróþu, konur frá Afriku og Suður-Ameríku, frá Kína og Ástraliu, frá Indlandi og öðrum Austurlöndum. Aukin samvinna og kynni kvenna um all- an heim mun verða einn sterkasti hlekkur- • inn i sameiningarfylkingu kvenna til ein- huga baráttu gegn þeim styrjöldum sem nú geisa og sameinaðri baráttu til tryggingar varanlegs friðar — og sá friður mun vinnast með þeim órjúfandi samtökum, sem óháð eru þjóðalit og landamœrum. Á þetta alþjóðaþing kvenna eru allar konur velkomnar, hvaða trúar- eða stjórn- málaskoðanir sem þœr hafa, hvort sem þcer eru i einhverju stéttar- eða réttindafélagi kvenna, eða i engum félagsskap, einungis ef þær liafa áhuga á og vilja styðja þau mál, sem þingið fjallar um. Hvaða kve?ifélag sem er eða samök, þar setn konur eru einnig félagar, geta sent full- trúa á þetta þmg. Stjór?? Mennmgar- og friðarsamtaka is- lenzk?~a kvenna veitir allar ?iánari upplýs- ingar. Frá menningar- og friðarsamtökum kvenna. melkoriía 35

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.