Melkorka - 01.06.1953, Síða 8

Melkorka - 01.06.1953, Síða 8
Matsalur i sambýlishúsi Stokkhólmi. Margt fólk, sem aldrei hafði hugsað sér að búa í sambýlishúsi, flutti þangað vegna húsnæðisskorts. Hinn fagri Lundagárd misheppnaðist t. d., þrátt fyrir prýðilegt fyrirkomulag, af þeim ástæðum að leigutakar, sem aðallega voru rosknar kon- ur, sem lifðu af eftirlaunum, höfðu ekki efni á eða tækifæri til að nýta sambýlisfyrir- komulagið. Vöggustofunni var lokað, þjón- ustufólkinu var sagt upp af því að það var verklaust, veitingasalurinn var rekinn með miklu tapi. Fyrir einstæðar konur verður ódýrara að búa í hinum sérstöku kvennahúsum, sem mikið er af í Stokkhólmi. Flestar hinar eldri konur njóta einhverrar hjálparstarfsemi, en hin tvö nýtízku, mjög smekklega innrétt- uðu sambýlishús fyrir konur, hafa engan efnalegan eða andlegan bakhjarl. Þá er til sambýlishús, þar sem búa nær eingöngu karlmenn, Rálambshús. Þar eru engar þjónustustúlkur og ekki koma þá heldur upp neinar kvartanir um að kröft- um þjónustuliðsins sé misboðið, eins og átti sér stað í fjölskyldusambýlinu. Stærsta sambýlishúsið er Marieberg með 225 íbúðir, flestar tveggjaherbergjaíbúðir. Þar er matarskylda, þ. e. a. s. hverjum leigu- taka er gert að borða 25 miðdagsverði í veit- ingasalnum eða sækja sjálfur upp matinn. Ágætasta fyrirkomulagið er það, að fólk- ið sjálft geti ráðið því hve marga málsverði það vill borða af mat sambýlishússins. Ef veitingasalur hússins á að standa undir sér verður annaðhvort að viðhafa matarskyldu eða hafa hann jafnframt opinn öðrum en leigutökum. Ein lausn er að hafa afmarkað- an sal, þar sem fram er borið fyrir leigutaka við hliðina á opinberum veitingasal. Bezta tilhögunin er sjálfsagt sú, sem er í Jóns Eiríkssonargötu, en þar er búr inni í íbúð- inni og tækifæri fyrir þá sem gefnir eru fyr- ir fjölmenni að fara niður í veitingasalinn. Ef gert er ráð fyrir að opinber veitingasala eigi sér stað í sambýlishúsi, verður húsið að vera mjög miðsvæðis. Alviksgárden, sem er langt frá miðbænum, hefur enga veitinga- sölu, en hins vegar allsherjar eldameistara, sem liefur á boðstólum tilbúinn mat. Hús- mæður geta hringt frá vinnu sinni og beðið um að viss skammtur sé látinn í matskáp- inn þeirra, síðan geta þær sótt matinn þeg- ar þeim bezt hentar. Mér sýnist Alviksgárd- en mjög hentugur fyrir barnafjölskyldur, því að umhverfis hann er ilmandi barrskóg- ur. Ekkert vinnuafl er eins ódýrt og eldliús- verk húsmóðurinnar. Allt sem kemur í stað- inn fyrir það lilýtur að verða dýrara. Einnig sambýlishúsið. En ef húsmóðirin jrykist geta stundað starf utan heimilisins, sem færi henni mikinn persónulegan og efna- legan hagnað, þá er kominn tími til að flytja í sambýlishús, fyrr ekki. Sambýlishús 40 MELKORICA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.