Melkorka - 01.06.1953, Síða 18

Melkorka - 01.06.1953, Síða 18
Athyglisvert menningarstarf Sölu- og samkeppnissýning á íslenzkum heimilisiðnaði og öðrum íslenzkum minja- gripum, ætluðum sérstaklega erlendum ferðamönnum, hefur staðið yfir undanfarið í baðstofu Ferðaskrifstofu ríkisins. Til þess- arar sýningar var meðal annars stofnað til að fá sem víðast af landinu beztu gæðateg- undir íslenzks ullarbands og voru veitt verð- laun í því skyni. Fyrstu verðl. voru 500 kr. Fyrir rösku ári hófst að tilhlutun Heim- ilisiðnaðarfélags íslands markvíst starf fyrir framleiðslu listræns heimilisiðnaðar. Á þess- ari sýningu má sjá að farið hefur verið inn á rétta braut. Þarna má sjá á ýmsum hlutum liið margviðurkennda listhandbragð ís- lenzkra kvenna eins og t. d. á hinum fögru einbanda sjalhyrnum í íslenzkum sauðalit- um, sem vekja sérstaka eftirtekt erlenda ferðalangsins eins og ullarpeysurnar og vettlingarnir. Vefnaður skipar þarna vegleg- an sess og maður dáist að hlýrapilsum á telpur sem sjást þarna í fögrum litum. Margvíslegur tréskurður eftir íslenzkum þjóðlegum fyrirmyndum, sem ekki hefur sézt hér áður, eru smekklegir minjagripir, sem ferðalangurinn getur valið á milli, eins og t. d. sýrudrykkjar- könnurnar, gömlu opnu bátarnir, askar af: ýmsum stærðum o. fl. Töskur og veski úr selskinni minna á að framtíðarferða- mannalandið ísland ligg- ur norðarlega á hnettin- um og víravirkisnælurn- ar og aðrir smíðagripir úr Frú sigrún stcfdnsdóttir siIfri segja einnig sína forstöðuliona íslenzhs SÖgU um þjóðina. heimilisiðnaðar ÞeSSÍ SÖlu- Og Sam- Arnheiður Jónsdóttir kennari, formaður Heimilis- iðnaðarfélags m.A : ' rM'J. Islands WKBg&SEí&aflSL • * ÆStKBlBfflKl keppnissýning íslenzks heimilisiðnaðar ber þess Ijósan vott að aðilar þeir sem standa að sýningunni skilja að íslenzku minjagripirnir sem ætlaðir eru ferðamönnum eru tákn þess menningarstigs sem þjóðin stendur á og því hefur verið hafið með sölusýningu þessari at- hyglisvert menningarstarf sem er vonandi upphaf þess að framleiðsla á drasli því, sem selt var víðs vegar í verzlunum í Reykjavík á styrjaldarárunum sem íslenzkir minjagripir, verði bönnuðaðfulluogöllu. Eins og að framan er sagt bera ótal hlutir þarna vott um listrænt handbragð íslenzkra kvenna og geta konur sem hagar eru í liönd- um sent fyrirtækinu muni í umboðssölu eða gefið sig fram til að vinna ullarhluti úr bandi því sem íslenzkur heimilisiðnaður leggur til. Formaður Fleimilisiðnaðarfélags íslands er frú Arnheiður Jónsdóttir kennari, og hef- ur félagið ráðið frú Sigríði Stefánsdóttur sem forstöðukonu fyrir íslenzkan lieimilis- iðnað, sem var stofnaður að tilhlutun Heimilisiðnaðarfélags íslands og Ferðaskrif- stofunnar. 50 MELKORKA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.