Melkorka - 01.06.1953, Qupperneq 21

Melkorka - 01.06.1953, Qupperneq 21
vandasamasta sem enn er fram komin og er hún ununarsamleg þegar vel tekst. Hún kallast non-figurativ og er ekki á annarra færi en hinna snjöllustu. Njótendum listar- innar er hún engu vandaminni en þeim sem hana skapaði. Um nýtízku stefnu í myndlist liefur verið skrifaður mikill þvættingur víða um heim, afar spekingslega á yfirborði, jafn óskiljan- legur menntuðum sem ómenntuðum, myndvönum sem ómyndvönum, en mikið hugaryndi iðkendum sínum og held ég þeir byrli sér inn að þessi stíltegund hæfi þeim hugarórum, sem þeir kalla ofar mannlegu hyggjuviti, þessir bláturnar. Dautt dettur þetta hjal um sjálft sig því heili vor manna var gerður fyrir sannindi eins og augað fyr- ir birtu. Sumra manna heilar eru reyndar af vanefnum gerðir og auðvelt að afvega- leiða þá. Og hver þekkir aðra eins afvega- leiðslu eins og þá sem hinar ýmsu þjóðir jarðarinnar hafa ratað í. Það er ljót saga. Fáránlegast alls sem ég þekki er þó þessi þvættingur er ég nefndi og nýtt er það. Rökin fyrir því, hver eru þau. Menn fyrirgefi mér þennan útúrdúr. Þess væri að vænta að íslendingar, sem fyrir ekki allmörgum árum áttu engan stól, en sátu á koffortum eða bæli sínu, og ekki borð nema tréplötu neglda undir gluggann, kunni lítið á borð og stóla, en þá þykir mér furðu gegna áhugi manna að eignast þessa hluti og hafa þá sem forkostulegasta; en þó finnst mér þurfa mikils átaks við svo að við stöðnum ekki í heimilisprýðinni eins og hún gerist sem stendur. Heilbrigður maður (lvelur i/3 hluta ævi sinnar í rúrainu. Skilyrði þess, að manni líði vel, eru fyrst og fremst þau að sængurfötin séu hrein, létt og hlý. Fiður og dún úr sængurfötum þarf að þvo endrum og eins, svo að þau hafi þessa ágætu kosti. Við gufu- þvott og þyrlun fiðursins fær það „NÝTT LÍF“ um leið og það sótthreinsast. Látið oss annast þetta og þér munuð komast að raun um að fiðurhreinsun er mikilsverð þjónusta, sem svarar tilkostnaði. Hreinsun sængur kostar frá krónum 25,00—28,00, barnasængur frá krónum 15,00—18,00, koddar og púðar frá krónum 10,00. Fiðurhreinsun Hverfisgötu 52 melkorka 53

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.