Melkorka - 01.06.1953, Qupperneq 24

Melkorka - 01.06.1953, Qupperneq 24
--------------------------------\ I hverju af þessu, sem hér er talið eru 100 hitaeiningar: 1 matskeið af smjöri 275 gr. af sítrónum 225 gr. af eplum 4 sykurmolum 1 þunnri sneið af svínasteik 1 konfektmola 5 brjóstsykursmolum 275 gr. af appelsínum 30 gr. af rúsínum 35 gr. af sveskjmn 840 gr. af salati 220 gr. af gulrófum 200 gr. af hieðkum 2 sneiðum af brauði 1 kartöflu (stórri) 100 gr. af nautasteik (bauta) 500 gr. af tómötum 400 gr. af bJómkáli 30 gr. af feitum osti 100 gr. af humri 115 gr. af rækjum 4 sardínum 1 rúnnstykki Vi vínarbrauði V.________________________________/ SUMARTÍZKAN I MOSKVU 1953 Erfitt mun flestum reynast að megra sig með þessu móti, og skal vel gæta þess að megrast ekki svo ört að af því liljótist hrukkur í andliti og hirða vel hörundið og fara oft í bað. Gott er að fá sér gufubað og kalt steypibað að sundi loknu. Hreyfingar þarfnast menn til að koma blóðrásinni í rétt horf, til að stæla vöðvana sem áður voru sokknir í spik. Og að lokinni megruninni má ekki slaka á, heldur gefa gætur að hita- einingum svo ekki reki í sama horf. Sér- stakan varhug skyldi gjalda við sætindaáti og kökum. Minnizt að enginn etur of marg- ar hitaeiningar um lengri tíma sér að ó- sekju. Sex íslenzkar konur sitja Alþjóðaþing kvenna í Kaupmannahöfn í júní Eins og sagt hefur verið í blaðinu hér að framan verður Alþjóðaþing kvenna liiið í Kaupmannahöfn dag- ana frd 5.—10. júní og munu konur frd öllum löndum heims streyma þangað sem fulltrúar og áheyrnarfull- trúar. Frá Islandi fara sex konur á þingið. Frá Menningar- og friðarsamtökum íslenzkra kvenna fara María Þor- steinsdóttir varaformaður félagsins og Guðrún Gísla- dóttir, frá Mæðrafélaginu Sigríður Einarsdóttir frá Munaðarnesi og Ragnheiður Möller og frá Kvenfélagi sósíalista í Reykjavík Elín Guðmundsdóttir og Valgerð- ur Gísladóttir. Arið 1939 var annað Alþjóðaþing kvenna haldið i Kaupmannahöfn og sálu það þing 7 konur frá Kven- réttindafélagi íslands. 56 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.