Melkorka - 01.06.1953, Page 29

Melkorka - 01.06.1953, Page 29
gimsteina. Ég á grænan jaðehring og hvítan jaðe — “ Eiginkonan greip fram í fyrir honum, hún stóð fyrir utan dyrnar og hélt áfram að senda ungu konunni tóninn. Hann flýtti sér úr fötunum og dró teppin upp fyrir liöfuð. Hann lá með andlitið við brióst hennar og hvíslaði: „Ég á hvítan jaðe — Með hverjum deginum sem leið varð hún gildari, þar til hún hefði getað rúmað heila skeppu í kviðarholinu, þá fór gamla fniin að hugsa um að ná í ljósmóður. Og hún leyfði sér jafnvel að koma með marglitt elni og fara að sauma á fitla barnið, þó að einhverjir væru nærstaddir. Loksins fór að halla hinu hræðilega heita sumri, og allan sjötta mánuðinn var fjöl- skyldan full eftirvæntingar. Með haustinu komu svalari vindar. Og dag nokkurn náði hugarrót heimilisfófksins hámarki. And- rúmsloftið var mettað hrolfaukandi eftir- væntingu, og einkum var húsbóndinn á nál- um. Allan tímann gekk hann fram og aftur um garðinn með stjörnufræðibók í hend- inni, og svo var að sjá sem hann iærði eitt- hvað utanað. „Tígrisdýrið er ríkjandi,“ tautaði liann æ ofan í æ. Stundum horfði hann áhyggjufullur upp í einn gluggann, en þaðan mátti greina hæglátt tal fjósmóður- innar. Stundum horfði hann tii sólar, en hún var hulin skýjum. „Nokkuð að frétta?" spurði hann frú Wang, sem stóð rétt innan við dyrnar. Frú Wang kinkaði þegjandi kolli hvað eftir annað og bætti svo við: „Nú kemur það bráðum. Nú kemur það bráðum.“ Þá greip hann aftur stjörnufræðibókina og tók til að ganga fram og aftur um garð- inn. Þannig leið tíminn þangað til kvöldþok- unni létti af jörðunni, og lampaljósin sáust hér og þar eins og vorblóm. Þá fæddist barn- ið — drengur. Rödd hans heyrðist, þegar Heimilistækin sem allir vilja eiga Þvottavél ....................... kr. 4,390,00 Kæliskápur (7,6 kub.fet) ..... — 6,900,00 Hrærivél ....................... - 1,069,45 Eins árs ábyrgð á þvottavéluni. Fimm ára ábyrgð á kæliskápum. Alltaf birgðir varahluta. Kynnið yður greiðsluskilmála hjá okktn. Lítið í gluggana á Laugavegi 166. ORKA M I- ^elkorka 61

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.