Melkorka - 01.05.1955, Blaðsíða 5

Melkorka - 01.05.1955, Blaðsíða 5
Hafið þið staðið á Eyjabökkum kyrrlált sumarkvöld? textalaus og liljómlaus kvikmynd. — Megin töfrar lands vors eru litbrigðin og þögnin. Og til aðnjóta þeirra töfra verðum við að ferðast á annan liátt en þann, að þjóta um landið í bifreið. Menn ættu aðeins að nota bifreiðar til að komast að eða í námunda við þann stað er þeir ætla að kynnast, en svo að ferðast ríðandi eða gangandi. Veit ég að vísu að nú gerist æ erfiðara og dýrara að fá hesta, enn eru þó margir og þá einkum til sveita sem eiga kost góðra gæðinga. En að ríða á góð- hesti um heim öræfanna tel ég eina af mestu unaðssemdum lífsins. Enginn liefur mér vit- anlega túlkað þær tilfinningar betur en Ein- ar Benediktsson í kvæðinu Fákar, og get ég ekki stillt mig um að taka hér upp síðustu hendingarnar: ..I’að finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei 1)51 sem ei þaggast, ei lund sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva svo draumur þins hjarta rætist." En þeir sem eigi eiga hesta völ geta komizt leiðar sinnar á sínum eigin fótum, en það er góð og holl íjrrótt ungu og hraustu fólki. Aðeins á þá tvo vegu, ríðandi eða gangandi, fáum við notið óbyggðanna til fulls. Þá sjá- um við allt, litbrigðin á himni og jörð, myndirnar í fjöllum, hraunum og skýjum, og lieyrum líka alltg lækjarkliðinn, foss- niðinn, öldugjálfrið, og við njótum líka ilmsins af gróðri, mold og hafi. Menn eru yfirleitt lat- ir að lesa staðarlýsingar og nákvæmar ferðalýs- ingar en spyrja sarnt oft: Hvert á ég að fara? Hvað á ég að sjá? Ef einhver sem Jrannig spyr skyldi lesa þessar línur, Jrá ætla ég að draga fram úr hugskoti mínu nokkrar augnabliksmyndir frá ferðum mínum um óbyggðirnar, ef Jiað gæti orðið til að benda einhverjum á fagran stað sem hann hefur eigi séð, en gæti máske séð í suinar. Ilafið þið staðið i fjörunni undir klettuin Hornbjaig.s? MELKORKA 37

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.